Bara svona til gamans... og til að fá smá ráð.
Hér er búrið mitt
Juwel Rio 240
Með standard dælubúnaðinum, nema ég tók Nítrít svampinn út, þeas endurnýjaði hann ekki og líka kolasvampinn. Setti grófann bláan í staðinn.
Ljósin eru þau sem fylgdu með, ein gróðurpera og Warm Daylight 54w pera. Að auki setti ég enn auka Power head til að fá smá meiri hreyfingu á vatnið.
Ég byrjaði með þetta fyrir tæpu ári síðan og var í fyrstu ekkert að kynna mér hlutina, hafði lítin tíma til að lesa mig til. Vissi td ekki að greinarnar gefa frá svo mikið Tanín í fyrstu, það fór verulega i taugarnar á mér og tók allt vatnið úr búrinu nokkrum sinnum fyrsta mánuðinn, hélt alltaf að núna væri þetta komið. Sem var ekki.
Endaði á því að þvo þær og skrúbba marg oft og setti í uppþottavélina á mesta hita í nokkur skipti, þeir hættu að lita fyrir rest og þá tók ég þær uppúr og ekki notað síðan. Þarf alltaf að vera áskorun í þessu.
Í öllu þessu umstangi læri ég þó eitt og annað, td að Gúbba seiði geta þolað kulda mjög vel. Í eitt skiptið tæmdi búrið alveg og skolaði sandinn meira að segja líka og vildi bara fá clean start. Fyllti búrið með köldu vatni því ég var ekki viss um hvort Íslenskt hitaveituvatn væri í lagi fyrir fiska og gróður (veit það núna). Vatnið var um 3 gráður á selsíus, svo kalt að það var ekki séns fyrir mig að hafa hendina í vatninu og laga sandinn í smá stund. Daginn eftir þegar ljósið kviknaði sá ég 1 gúbba seiði í búrinu, það hefur líklega náð að lifa af í botninum í dæluhúsinu á Juwel, þar getur verið 2 cm vatn, því ég tæmdi búrið, sandinn og þurkaði botnin með pappir! Þetta litla kuldaþolna seiði fékk nafnið Ófeigur og átti að vera til undaneldis, enda kjarna fiskur, en hann blandaðist öðrum og ég missti sjónar af honum seinna meir.
Hef átt við svæsna Hair Algea plágu að stríða, minnkaði ljós og herti vatnið, sem virðist hafa eytt þeim fjanda,(samt veit maður aldrei nákvæmlega hvað það er sem gerði útslagið, sem er svo gaman við þetta) en staðinn tók svona green spot algea við, ekki kannski mjög mikið en nóg til að pirra mig. Sá andskoti legst aðalega á Anubias plönturnar mínar.
Læt fylgja mynd með.
Er einhver með góð ráð fyrir Spot algea ? Hef lesið að aukið PO4 hjálpi ? Einhver með reynslu af því ? Suguar mínar virðast ná að kroppa í þetta her og þar, allavegana er hringirnir "the spots" ekki hringlega allstaðar, eins og sé búið að kroppa af, sjá mynd.
Veit það einhver? Eða lýtur þetta svona út þegar Spot algea lætur undan og leysist upp ? Mér er spurn.
(Sugurnar heita Ankstrur sem ég hef grunaðar, svona einskonar sköfur)
Gekk lengi illa með gróðurinn þó ég væri að gefa næringu, blöðin krulluðust upp og urðu ljót, þar til mér var bent hvort lýsingin mín væri og sterk miðað við Co2. Vissi ekkert um Co2 þannig kynnti mér það aðeins og fékk mér svona bráðarbirgða kit. Það alveg svínvirkar þó ég geti ekki mælt hversu mikið fer í vatnið.
Hef nú fest kaup á alvöru Co2 græju og ætla að tengja hana við tækifæri og koma búrinu í tipp topp stand, þegar því er náð ætla ég að taka allt niður aftur og byrja alveg upp nýtt með massíft gróðurbúr.. hc teppi.. landscape og almenna gleði.
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt með að reka sig á og prófa áfram og svo ég hef líka fengið góðar ábeningar héðan og þaðan
Að lokum er hér svo mynd af fiski sem er í uppáhaldi hjá mér, hann er engin sérstök tegund, hann er ekki stór, og ekkert spes á neinn hátt öðrum en þann að hann hefur yfirgefið lífið á botninum. Allavegana til átu, og hefur fundið það út að ef hann kemur upp og í eitt hornið á búrinu gef ég honum mat af putta. Töluvert gáfaðri en hinar, ef gáfur skildi kalla.
Þig afsakið, er í fæðingarorlfi og slatta af tíma.
Kv
Sindri
Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Skemmtileg lesning, gaman væri að fá fleiri myndir af fiskunum Glæsilegt búr verst að maður getur ekki gefið þér nein ráð. Reynsluboltarnir hljóta að sjá um það
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Flott búrið þitt,frábært að þú sért kominn með co2,það breytir ýmsu,green spot er yfirleitt of mikil lysing en ef hann er að minka ertu búinn að ná tökum á honum.Allt tekur svolítinn tíma í gróðurbúri.Þó þú þykist vera byrjandi þá hefur þú mikið forskot á okkur hina að vera menntaður garðyrkjufræðingur og ég held þú eigir eftir að gera frábæra hluti hér og það verður gaman að fylgjast með því.Næsta skref er kanski að stúdera næringagjöf og blanda þetta sjálfur,þá getur þú stjórnað öllu,og svo er það hræódýrt. :
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Takk GunnarFiskur, en í raun ekki með marga eða merkilega fiska. Það kemur, ætla að koma búrinu og mér, þeas minni kunnáttu í topstand og svo taka allt niður og byrja upp á nýtt. Og þá! .. koma kannski merkilegri fiskar.
Og takk fyrir það Svanur, er að reyna að læra almennlega á Co2 og allt sem því fylgir og svo er það næsta verkefni, sem er næringin En er að laumast í næringargreinar á ukaps svona 10 mín í senn þegar tími gefst, þetta er smá frumskógur en hefst allt Er að spá í að hætta að vinna og helga mig bara fiskabúrinu.
Náði spot þörugnum niður með því að lýsa bara í 6 tíma á dag, en hann fór aldrei alveg, núna er ég búinn að hækka uppí í 7 því ég er kominn með Co2.. ef allt verðu í lagi í einhvern tíma lengi ég kannski í klst í viðbót. Baby steps baby steps.
Og takk fyrir það Svanur, er að reyna að læra almennlega á Co2 og allt sem því fylgir og svo er það næsta verkefni, sem er næringin En er að laumast í næringargreinar á ukaps svona 10 mín í senn þegar tími gefst, þetta er smá frumskógur en hefst allt Er að spá í að hætta að vinna og helga mig bara fiskabúrinu.
Náði spot þörugnum niður með því að lýsa bara í 6 tíma á dag, en hann fór aldrei alveg, núna er ég búinn að hækka uppí í 7 því ég er kominn með Co2.. ef allt verðu í lagi í einhvern tíma lengi ég kannski í klst í viðbót. Baby steps baby steps.
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Núna er tæpur mánuður síðan ég setti upp Co2 system í búrinu og hér má sjá muninn á rúmum 3 vikum.
Að auki gef ég 1ml af Flurish á dag og 50% vatnskipti á 10 daga fresti.
Ég hef þurft að grisja vikulega, sérstaklega Hornwort sem ég nota sem flotplöntu, þarf að grisja hana um helming á viku, er bara að henda henni svo ef einhver vill svoleiðis þá bara að senda þér pm. Hún er eiturgræn og frísk.
Klippi lika 2-3 blöð af Amazon sverðinu og toppana af annari sem kann ekki deili á, sting afskurðinum í mölina og þar breiðir hún úr sér.
Allt á blússandi swing!
Að auki gef ég 1ml af Flurish á dag og 50% vatnskipti á 10 daga fresti.
Ég hef þurft að grisja vikulega, sérstaklega Hornwort sem ég nota sem flotplöntu, þarf að grisja hana um helming á viku, er bara að henda henni svo ef einhver vill svoleiðis þá bara að senda þér pm. Hún er eiturgræn og frísk.
Klippi lika 2-3 blöð af Amazon sverðinu og toppana af annari sem kann ekki deili á, sting afskurðinum í mölina og þar breiðir hún úr sér.
Allt á blússandi swing!
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Nú er ég að spá í að taka niður stærra búrið þar sem ég hef haft lítin sem engan tíma í það og byrja uppá nýtt fljótlega og reyna að gera eitthvað smá meira advanced.
En í millitíðinni er ég að dunda mér að rækjubúrinu sem gengur mjög vel.. smellti inn myndum af því
Java mosinn vex of vex, Byrjaði með 5 Duckweed sem ég fékk með fyrir slysni í poka fyrir jól, það þekur núna eiginlega allt yfirborðið sem er ágætt þar sem lýsingin er kannski fullsterk.
En í millitíðinni er ég að dunda mér að rækjubúrinu sem gengur mjög vel.. smellti inn myndum af því
Java mosinn vex of vex, Byrjaði með 5 Duckweed sem ég fékk með fyrir slysni í poka fyrir jól, það þekur núna eiginlega allt yfirborðið sem er ágætt þar sem lýsingin er kannski fullsterk.
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Svakalega flott hjá þér
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Gróður búrið mitt! allt í vinnslu + nokkrar spurningar.
Litla búrið er frábært. Gaman að sjá að þú sért að taka það "skipulögðum" tökum.