Zebra seyði

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Zebra seyði

Post by Kitty »

Jæja þá er Zebra hrygnu greyið mitt loksins búin að sleppa seyðunum sínum (gat talið um 20 stk grunar að þau séu fleiri). Eftir að hafa gefið henni hraustlega að borða færði ég hana aftur yfir í stóra búrið og mikið ofboðslega kættist karlinn ég hef nú bara ekki séð annað eins. Hann er búin að vera ótrúlega geðvondur síðan hún fór og í geðvonsku köstunum hefur hann nánast náð að strípa fuelliborni kallin af sporðinum og aðrir búrfélagar hans hanga út í hornum og vona að hann sjái þá ekki. Þegar hann sá svo að kerlingin var komin aftur kættist mjög, liturinn á honum magnaðist um allan helming og hann sperrti sig allan og reigði. Hann er svo í framhaldinu mun kurteisari við hrygnuna en hann hefur nokkurn tíman verið áður Og nú hanga þau saman inní helli og koma saman út að borða :D Ég hefði nú aldrei trúað því að þetta gæti gerst miðað við hvað karluglan hefur verið andstyggilegur við hana fram til þessa. Mig grunar samt að eftir að mestu fagnaðarlátunum linnir (hafa staðið í 2 tíma núna) þá falli nú allt í sama farið.

Ég kem svo með myndir af herleg heitunum síðar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sei.... :D
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: Zebra seyði

Post by Rodor »

Kitty wrote:Jæja þá er Zebra hrygnu greyið mitt loksins búin að sleppa seyðunum sínum (gat talið um 20 stk grunar að þau séu fleiri). Eftir að hafa gefið henni hraustlega að borða færði ég hana aftur yfir í stóra búrið og mikið ofboðslega kættist karlinn ég hef nú bara ekki séð annað eins. Hann er búin að vera ótrúlega geðvondur síðan hún fór og í geðvonsku köstunum hefur hann nánast náð að strípa fuelliborni kallin af sporðinum og aðrir búrfélagar hans hanga út í hornum og vona að hann sjái þá ekki. Þegar hann sá svo að kerlingin var komin aftur kættist mjög, liturinn á honum magnaðist um allan helming og hann sperrti sig allan og reigði. Hann er svo í framhaldinu mun kurteisari við hrygnuna en hann hefur nokkurn tíman verið áður Og nú hanga þau saman inní helli og koma saman út að borða :D Ég hefði nú aldrei trúað því að þetta gæti gerst miðað við hvað karluglan hefur verið andstyggilegur við hana fram til þessa. Mig grunar samt að eftir að mestu fagnaðarlátunum linnir (hafa staðið í 2 tíma núna) þá falli nú allt í sama farið.

Ég kem svo með myndir af herleg heitunum síðar.
Það verður gaman að sjá myndirnar af Zebra seiðunum. Ég veit ekki einu sinni hvað Zebra er!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Zebra lítur einhvernvegin svona út:
Image

Svo eru til fleiri afbrigði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Þetta er karlinn:
Image

Og þetta er kerlingin:
Image

Karlinn er reyndar blárri og mun skærari þegar hann er í essinu sínu en hann er þá þessari mynd. Ég þarf að reyna að ná betri mynd af þeim skötuhjúum við tækifæri.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flottur karlinn, gaman að sjá eggjablettina í bakugganum, það er ekki mjög algengt.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Hér kemur svo mynd af krílunum. Mikið hrottalega er erfitt að ná mannsæmandi mynd af þeim .. ástandið skánaði samt dáldið eftir að ég fór í fiskabur.is í dag og fékk nýja ljósaperu en þetta eru samt hrikalega óþekkar fyrirsætur.
Image
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Rosalega krúlleg hjá þér :)
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Takk takk :)

Annars er allt gott að frétta úr seyðabúrinu þau vaxa og dafna og enn hafa ekki orðið nein afföll.

Sælan í stórabúrinu entist ekki lengi og Zebra karlinn hjólaði af fullu afli í kerlinguna og fuelliborniinn :evil: Ég fór í fiskabúr.is og fékk þennan líka flotta redtop zebra(eins og á myndinni frá kela ) til að reyna að dreifa athyglinni hjá gamla karlinum. Úff það tókst svona líka vel hann hjólaði í nýja karlinn en það gerðu líka kerlingin og fuelliborniinn svo hann átti heldur betur í vök að verjast. Í gær fann ég svo geyið þar sem hann hafði í hamaganginum náð að stökkva ofan í dælubúnaðinn (sem er innbygður í búrið). Ég bjargaði honum þaðan en hann er dáldið lemstraður eftir :( Mér sýnist hann þó ætla að ná sér *krossa fingur* Hann hefur fundið sér nokkuð góðan felustað meðan hann er að jafna sig og hefur fengið frið fyrir hinum vörgunum meðan hann heldur sig bara þar. Ótrúlegt hvað þetta er geðvont gengi þarna :roll:
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Jæja smá update úr búrunum mínum. Ég gafst uppá að hafa Zebra karlinn í búrinu hann hélt öllu í heljargreipum hann er núna kominn í einkasvítu sem er helst til lítil fyrir hann greyið hann þyrfti að komast í stærra búr t.d. 3-400 lítra með fiskum af álíka geðvonsku stigi. Eftir að kallinn fór úr búirnu hafa hinir fiskarnir tekið gleði sína á ný og nú er synt um allt búr í stað þess að hanga upp með hliðum eða undir steinum í felum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá eru fiskarnir farnir að brosa út í bæði eftir að friður komst á í búrinu.
Image

Redtoppinn tók að vsíu upp á því að deyja alveg óvænt og án sýnilegrar ástæðu hann var sprækur að kvöldi en lá svo á bakinu um morguninn :( Hann var þá löngu búinn að jafna sig á dæluævintýrinu og leit út fyrir að vera heilbrigður :roll:

Seyðin stækka og dafna og það er farið að verða auðveldara að ná myndum af þeim.
Image
Skondið samt hvað þau eru misstór sum eru að nálgast 1cm á stærð meðan önnur eru ekki nema 0.5cm enþá.
Image
Post Reply