Er að setja upp búr sem á að vera gróður í, og var að spá í hversu mikla lýsingu ég ætti að vera með. Pantaði mér led strípur með 5050 díóðum í .
Tók 1m af bláu, 0,5m af rauðu og 2,5m af hvítu(ca. 5000 Kelvin). Einnig tók ég dimmera til að geta dimmað hvern lit fyrir sig.
Þetta ætti að vera um 58w er það passlegt í 54l búr
Lýsing í gróðurbúr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Re: Lýsing í gróðurbúr
Hver díóða er frekar slök, þannig að hún nær ekki að "penetrata" vatnið vel, þó að ljósmagnið við yfirborðið sé yfirdrifið. Menn hafa verið að nota 1-3w díóður í gróðurbúr, með linsum (60°-ish) ef búrið er dýpra en 30-40cm til að ná nægri birtu ofan í vatnið. 5050 díóður eru venjulega um 0.08w og auðvitað ekkert hægt að setja linsur á þær. Ljóskónninn frá þeim er svo um 120° oftast.
Þú ert líklega ekkert að fara í eitthvað brjálað high tech búr með þessu, og ég myndi persónulega sleppa rauðu og bláu - Búrið verður ljótt að horfa á. (ég hef reynt það sjálfur).
Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega skjóta, ég hef smíðað allmörg led ljós fyrir plöntur og plöntubúr
Hér eru t.d. ljósin yfir kál"garðinum" mínum:
Og ljósin við tómata/chili "garðinn"
Bæði með 3w díóðum og 60° linsum.
Þú ert líklega ekkert að fara í eitthvað brjálað high tech búr með þessu, og ég myndi persónulega sleppa rauðu og bláu - Búrið verður ljótt að horfa á. (ég hef reynt það sjálfur).
Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega skjóta, ég hef smíðað allmörg led ljós fyrir plöntur og plöntubúr
Hér eru t.d. ljósin yfir kál"garðinum" mínum:
Og ljósin við tómata/chili "garðinn"
Bæði með 3w díóðum og 60° linsum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Lýsing í gróðurbúr
Ég ákvað að prófa þetta. Hef fiktað með 1w díóður líka. Þetta kostar náttúrlega mjög lítið þar sem það þarf engan driver og búrið er ekki nema 30 cm djúpt. Sjáum hvað þetta gerir
En 5050 led er tri chip og ættu að vera um 0,24w en þær eru 120 gráður
En 5050 led er tri chip og ættu að vera um 0,24w en þær eru 120 gráður
Birgir Örn