Hvað er sanngjarnt að borga fyrir 190l hornbúr með skáp, dælu, og hitara? Ca 1,5 ára en notað í hálft ár.
Ég er svolítið tvístígandi, keyptum fyrir ca 3 vikum 54l búr fyrir krakkana, sem er gullfiskabúr, en málið er að MÉR finnst þetta svo gaman að ég er að spá í búr fyrir mig og datt niður á þetta notað.
Ég veit ekki alveg hvaða fiska mig langar í, en eitthvað sem er ekki mjög lítið, en heldur ekki allt of stórt - finnst fiskar sem eru ca 5-8 cm fín stærð.
Skalar finnst mér flottir, en langar í litríka fiska, sem eru líka friðsamir, ég hef ekki taugar í bardaga og þess háttar.
Þannig að, 190l notað hornbúr úr dýralandi held ég - verð?
Anna
Verð á notuðum búrum
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Nýtt 190 l hornbúr kostar um 95.000.- í Fiskabur.is, með skáp og öllum búnaði þannig sjálfsagt er 40-60.000.- sanngjarnt fyrir notað búr.
Notuð hornbúr eru reyndar alltaf aðeins erfiðari í endursölu en hefðbundin búr. Auk þess eru hornbúrin hálfleiðinleg að mínu mati þannig ég mæli ekkert sérstaklega með hornbúri nema það sé það sem þú akkúrat villt.
Notuð hornbúr eru reyndar alltaf aðeins erfiðari í endursölu en hefðbundin búr. Auk þess eru hornbúrin hálfleiðinleg að mínu mati þannig ég mæli ekkert sérstaklega með hornbúri nema það sé það sem þú akkúrat villt.
Nei, ég er ekki akkúrat að spá í hornbúri, en eini staðurinn sem ég get komið fiskabúri af sæmilegri stærð fyrir er akkúrat horn/skot sem er um 110 cm á langhliðina, og þar sem hornbúr af þessari stærð er bara 74 cm á hliðina þá hefði það passað ágætlega á þennan stað, og ég hefði getað haft símann á sama stað áfram
En ég held að ég segi pass við þessu búri, það heillar mig ekki hvað það er djúpt í miðjunni, fiskarnir njóta sín enganveginn.
En ég held að ég segi pass við þessu búri, það heillar mig ekki hvað það er djúpt í miðjunni, fiskarnir njóta sín enganveginn.
Það getur verið að ég viti um ~200 lítra búr til sölu sem er um 110cm á lengd og 40-60 á breidd og hæð. Er með t5 perum í lokinu þannig að plöntur njóta sín vel og gæti jafnvel fylgt tunnudæla. Sendu mér PM ef þú hefur áhuga.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net