Ég er svolítið tvístígandi, keyptum fyrir ca 3 vikum 54l búr fyrir krakkana, sem er gullfiskabúr, en málið er að MÉR finnst þetta svo gaman að ég er að spá í búr fyrir mig og datt niður á þetta notað.

Ég veit ekki alveg hvaða fiska mig langar í, en eitthvað sem er ekki mjög lítið, en heldur ekki allt of stórt - finnst fiskar sem eru ca 5-8 cm fín stærð.
Skalar finnst mér flottir, en langar í litríka fiska, sem eru líka friðsamir, ég hef ekki taugar í bardaga og þess háttar.
Þannig að, 190l notað hornbúr úr dýralandi held ég - verð?
Anna