Bakteria í fiskabúri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
heidrunth
Posts: 2
Joined: 19 Jun 2013, 21:21

Bakteria í fiskabúri

Post by heidrunth »

Ég keypti fskabúr um daginn og fékk 2 eins fiska með því. Nýlega fór að setjast einhversskonar brúnt skán á glerið, og þó ég hafi þrifið búrið myndaðist það alltaf aftur. Annar fiskurinn fór síðan að verða mjög skrítinn með tímanum og dó en hinn virtist vera í góðu lagi. :shock:
Kannast einhver við þetta?
Er þetta einhversskonar bakteria sem hefur komist í búrið? :(
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by keli »

brúna er þörungur. Hvað skiptirðu oft um vatn og um hvað mikið í einu? Hvað er búrið stórt?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
heidrunth
Posts: 2
Joined: 19 Jun 2013, 21:21

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by heidrunth »

Sko, ég skipti um hvíta svampinn // efsta // Juwel búr einu sinni á eins til tveggja vikna fresti.
Ég skipti um 1/3 vatn á mánaðarfresti ( 120 lítra búr )

Ég veit hvernig þörungurinn er, ég helt fyrst að þetta væri ryð eða þörungur en ég efast um það þar sem annar er dáinn og hinn er mjög slappur.

Sá sem en lifir er með hvita rönd milli munns og augna, einnig er hann smá fölur og ekki frískur og hann hefur alltaf verið.
Sá sem dó var eins og það var búið að borða sporðanna og hann var orðin hvítur svipað og sveppasýking.

Það var notaður sandur sem var orðin um 12 ára gamall // ekki notaður í 12 ár.
Þetta var notað fiskabúr og dælan var biluð fyrstu 2 dagana og var mjög mikill súrefnisskortur til að byrja með í búrinu
Einnig vantaði hitara fyrstu 2 dagana

Í búrinu er hvíti svampurinn, kolasvampur, nitrat svampur, 2x grófur blár svampur, og 1x fínn blár svampur

Þetta eru Jewel Síkliður og eru þeir báðir kallar eða kerlingar, vour mjög góðir vinir og ekki til að þeir væru eitthvað að berjast.

En já, en þegar þessi brúna drulla var þrifin þá leit hún út eins og svona fiska blautmaður( rækjumix eða eitthvað álíka)
Í dag var þetta komið á alla veggi, inní dælu, á allan sandinn og útum allt

Hvað getur þetta verið?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by Elma »

Var sandurinn ekki hreinsaður, þrifinn áður en hann fór í búrið?

fékkstu búrið s.s notað frá öðrum og var þá dælan óhrein og stopp í tvo daga?

Hvenær (á hvaða degi eftir að þú fekkst búrið) settiru fiskana í búrið og hvað ertu búin að eiga það lengi?
Þegar þú skiptir um vatn, seturu þá kalt vatn í búrið eða jafnheitt og það
er fyrir í búinu?

Hvað ertu með ljósin lengi kveikt?

svaraðu öllum spurningum nákvæmt, svo hægt sé að hjálpa þér.

Myndir myndi líka hjálpa mikið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by siffi »

Hæhæ
ég er að lenda í voðalega svipuðu hérna með búrið mitt ég fékk gamlan sand notaðan með búri sem ég fékk gefins, það er allt að verða brúnt
ég hef 40% vatnsskipti vikulega og ryksuga sandin í leiðini, ég hef einmitt líka misst nokkra fiska sem hafa fölnað upp og drepist síðan,
ég er með lýsingu í 12 tíma á dag og þetta er 180L búr,
Einhver ráð?
kv siffi
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by nesquick »

í þínum sporum myndi ég gera vatnsskipti 1x í viku 25-30 % og ekki er þörf á að skipta svona oft um svampinn í dælunni, oft gott að skola hann bara vel og kreista vel úr honum drulluna því annars ertu bara að drepa niður flóruna í búrinu

til að byrja með myndi ég líka gera stærri vatnsskipti amk 50 %
Stendur búrið við glugga og fær það mikla sólarbirtu á sig? gæti verið ástæða þörungsins.
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by siffi »

Sæll
nei það stendur ekki við glugga,
en ef svo væri ætti ég ekki að vera að fá grænþörunga vegna of mikil ljós?
siffi
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by Vargur »

Hvaða lýsing er í búrinu og hvað eru perurnar gamlar ?
Er plast eða gler milli peranna og búrsins.
Er ancista eða önnur þörungaæta í búrinu ?

Ef þörungur myndast í "normal" búrum þá er í flestum tilfellum einhverjum af þessum þremum þáttum um að kenna, ónóg vatnskipti, offóðrun og lýsing.
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by nesquick »

Siffi mitt svar átti að fara til innsendanda :)
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: Bakteria í fiskabúri

Post by siffi »

Sæll Vargur
ég er með Day-Lite T8 36W 1200 mm og hún er 7 mánaða
ég er með kveikt svona 10 tíma á dag
það er ekkert á milli búrsins og perunar þarf það?
það er enginn þörungaræta í búrinu bara gubby
það er spurning með offóðrun það gæti verið vandamálið mitt er bara á mánuði númer 7 í þessu dæmi og kann ekkert á þetta
skipti samt um vatn vikulega svona 40% stundum hefur það dregist aðeins.
takk fyrir að aðstoða mig
Siffi
Post Reply