VANTAR HJÁLP ASAP!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
thordisk
Posts: 6
Joined: 30 Oct 2013, 01:25

VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by thordisk »

Okei, er með 8 gúbbí! Tvær þeirra hafa nú þegar átt seiði.. það er sirka vika síðan og ég tók eftir því núna að seiðin geta ekki synt því það er eins og þau séu ekki með sporð! Þau liggja bara á botninum og geta ekki hreyft sig. Hvað veldur þessu? Og er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta..
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by Sibbi »

Þótt ég telji ekki að eftirfarandi liðir valdi þessu þá er afar gott og flýtir fyrir að sérfræðingarnir hér geti hjálpað þér, láttu koma fram hvernig:

Hvernig hreinsibúnað (dælu) ertu með? hversu oft hreinsar þú hana?
Hvað er búrið stórt?
Hversu oft hefur þú vatnaskifti? og hversu mikil?
Hvað er hitastigið í búrinu? ertu með hitara?
Hversu oft og mikið ertu að gefa fiskunum? og jafnvel hvað?
Eru seiðin frá báðum kerlingunum svona?

Eins og ég tók fram tel ég þetta ekki koma málinu við, en svona upplýsingar hjápa og flýta fyrir að spesjalistarnir hjálpi þér, svona grunn upplýsingar á fólk ávallt að láta fylgja ef fólk er að byðja um aðstoð.
B.kv. Sibbi.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by gunnarfiskur »

Möguleikarnir eru
- Þau hafi komið í heiminn fötluð - Lausn Hentu þeim
- Búið að narta í þau - Bjarga í annað búr
- Seiðin eru að farast úr næringarleysi því þau fá engan mat - Sér búr er allaf best eða got búr
thordisk
Posts: 6
Joined: 30 Oct 2013, 01:25

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by thordisk »

Þau voru 13 samtals en eru 9 núna, þetta er ömurlegt! Las um þetta á netinu að þetta er mjög algengt en fann lítið um svör.
Sibbi wrote:Þótt ég telji ekki að eftirfarandi liðir valdi þessu þá er afar gott og flýtir fyrir að sérfræðingarnir hér geti hjálpað þér, láttu koma fram hvernig:

Hvernig hreinsibúnað (dælu) ertu með? hversu oft hreinsar þú hana?
Hvað er búrið stórt?
Hversu oft hefur þú vatnaskifti? og hversu mikil?
Hvað er hitastigið í búrinu? ertu með hitara?
Hversu oft og mikið ertu að gefa fiskunum? og jafnvel hvað?
Eru seiðin frá báðum kerlingunum svona?

Eins og ég tók fram tel ég þetta ekki koma málinu við, en svona upplýsingar hjápa og flýta fyrir að spesjalistarnir hjálpi þér, svona grunn upplýsingar á fólk ávallt að láta fylgja ef fólk er að byðja um aðstoð.
B.kv. Sibbi.
Er með 60 lítra búr, innbyggð dæla, ljós og hitari.
Hitastigið er u.þ.b. 25-26°. Hef vatnskipti á 50 % einu sinni í viku. Ég gef fiskunum morgna og kvölds. Seiðin eru í sér gotbúri og þau eru að fá nægann mat. Er með kúlumat fyrir litla fiska sem ég brýt niður fyrir seiðin. Hef verið að nota aloe vera næringu í búrið og einnig hreinsi næringu. Er einnig með steinkubb sem ég skipti um á 3ggja vikna fresti eins og á að vera.
gunnarfiskur wrote:Möguleikarnir eru
- Þau hafi komið í heiminn fötluð - Lausn Hentu þeim
- Búið að narta í þau - Bjarga í annað búr
- Seiðin eru að farast úr næringarleysi því þau fá engan mat - Sér búr er allaf best eða got búr
Þau voru ekki svona fyrst, þar sem þau synntu um allt og ég sá vel að þau voru með sporð. Þau eru í gotbúri og eru öll í svipaðri stærð svo mjög ólíklegt að það hafi verið nartað á þeim sporðinn og þau eru að fá vel nægan mat í gotbúrinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by keli »

Sennilega costia. Þá eiga seiðin lítinn séns. Er sporðurinn ekki klemmdur saman á þeim, svolítið eins og endi á títuprjón?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
thordisk
Posts: 6
Joined: 30 Oct 2013, 01:25

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by thordisk »

keli wrote:Sennilega costia. Þá eiga seiðin lítinn séns. Er sporðurinn ekki klemmdur saman á þeim, svolítið eins og endi á títuprjón?
Jú, einmitt svona http://www.youtube.com/watch?v=O2e2CZFzSx8 .. Sum þeirra eru nú þegar byrjuð að synda en hin dóu, veit bara ekki hvort þessi munu lifa af eða hvort þau munu deyja á endanum.
thordisk
Posts: 6
Joined: 30 Oct 2013, 01:25

Re: VANTAR HJÁLP ASAP!

Post by thordisk »

En þá skil ég ekki, 2 seiði komu frá annari kellu og þau eru ekki svona. En öll seiðin frá hinni eru svona, og þau voru 11 samtals. Afhverju gerðist þetta bara með hana? Og er þá miklar líkur að þetta gerist aftur hjá henni?
Post Reply