arowana
Moderators: Vargur, Andri Pogo
Re: arowana
Efast um það.. En ertu að pæla eitthvað sérstakt?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: arowana
bara helstu fræðslu fæði kyngreiningar og hvernig sé best að ala þær og hvað ber að varast
Re: arowana
Pláss er sennilega það sem þú rekur þig á fyrst. arowönur stækka frekar hratt og þurfa mjög stór búr fljótt. Hvað ert þú með stórt búr?
Ungar arowönur eru oft svolítið picky á mat, vilja bara ferskt og því mikilvægt að reyna að venja þær á þurrmat sem fyrst. Frosnir blóðormar eru fín fæða til að koma þeim í gang, en ekki gott að gefa eingöngu.
Ungar arowönur eru oft svolítið picky á mat, vilja bara ferskt og því mikilvægt að reyna að venja þær á þurrmat sem fyrst. Frosnir blóðormar eru fín fæða til að koma þeim í gang, en ekki gott að gefa eingöngu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: arowana
600 lítra gef þeim rækjur og fisk, passar þeim líka ekki við þurrmat er búinn að reyna gefa hjörtu vilja það ekki en þau eru bara um 20 cm er með 4 stykki þeim verður svo fækkað í allavega 2 stykki hugmyndinn var að reyna að finna par alltaf skemtilegra. var að spá í kyngreiningu á þessari tegund eina sem ég kemst á snoðir um er að kallinn hafi ef einhvað er stæri haus en kellingin veit ekki hvað er til í því eða hvort það séu einhver önnur einkeni sem greina á milli.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: arowana
Engin önnur einkenni milli kynja, mjög erfitt að kyngreina.
En ef þú ert að spá í að finna par til að fjölga þeim geturu bara gleymt því strax svo þú sért ekki að svekkja þig á því seinni þegar ekkert gengur
Arowönur eru ræktaðar í tjörnum en ekki búrum en ef þú ætlar að reyna það í búri þarftu að vera einstaklega heppinn með eintök svo að þeim komi nógu vel saman til að fjölga sér. Ekki sjálfgefið að karli og kerlu komi nógu vel saman.
Svo þarf búrið að telja þúsundir lítra en ekki hundruði.
En ef þú ert að spá í að finna par til að fjölga þeim geturu bara gleymt því strax svo þú sért ekki að svekkja þig á því seinni þegar ekkert gengur
Arowönur eru ræktaðar í tjörnum en ekki búrum en ef þú ætlar að reyna það í búri þarftu að vera einstaklega heppinn með eintök svo að þeim komi nógu vel saman til að fjölga sér. Ekki sjálfgefið að karli og kerlu komi nógu vel saman.
Svo þarf búrið að telja þúsundir lítra en ekki hundruði.
Re: arowana
Lítið að marka kyngreiningu án hrygningar. 20cm er líka langt frá því að vera kynþroska og því ekki alveg á næstunni að þú verðir einhvers nær um hvaða kyn þú fékkst.
Ég var með 1stk í 530 lítra búri og það búr var allt of lítið... Hún var orðin 50cm og ekki hætt að vaxa, var sennilega um 20cm þegar ég fékk hana.
Þú átt mjög líklega eftir að lenda í vandræðum með 4 saman, og líklega enn erfiðara að vera með bara 2 saman, sérstaklega í svona (hlutfallslega) litlu búri. Þær eru mjög gjarnar á að tæta í öðrum fiskum af sömu tegund, og í svona búri eru engir felustaðir sem er hægt að hörfa í.
Ég var með 1stk í 530 lítra búri og það búr var allt of lítið... Hún var orðin 50cm og ekki hætt að vaxa, var sennilega um 20cm þegar ég fékk hana.
Þú átt mjög líklega eftir að lenda í vandræðum með 4 saman, og líklega enn erfiðara að vera með bara 2 saman, sérstaklega í svona (hlutfallslega) litlu búri. Þær eru mjög gjarnar á að tæta í öðrum fiskum af sömu tegund, og í svona búri eru engir felustaðir sem er hægt að hörfa í.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: arowana
Þessar Arrow slást mjög mikið og eru bestar einar period!.