skalarpar að hryggna

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
gitbra
Posts: 11
Joined: 02 Jan 2013, 18:15

skalarpar að hryggna

Post by gitbra »

,,nú var ég afarstolt að sjá skalarparið mitt að hryggna. Sáu vel um seiðin i 3 daga,...en í morgun virðist seiðin hafa verið morgunmaturinn þeirra:-(
þurfa hjónin að læra að hugsa um eitthvað annað en mat? Birgitta
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: skalarpar að hryggna

Post by Birkir »

Það er gott að eiga svona lítið flotbúr sem þú setur í búrið (ef það er nægilega stórt) og safnar svo seiðunum í það. Þannig komast foreldrarnir eða aðrir fiskar í að borða þau.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: skalarpar að hryggna

Post by Agnes Helga »

Það tók skalaparið mitt gamla nokkur skipti að komast upp á lagið með að halda þeim saman í hóp á réttum stað að þeirra mati, þó þeir taka upp í sig eru þeir ekki endilega að éta þau, þótt vissulega það kom fyrir í fyrstu skiptin sem mitthryngdi og náði að koma upp frísyndandi seiðum. Þau týndu seiðin sem villtust úr hópnum af t.d. laufblaðinu með munni og spýttu þeim á sinn stað, og færðu hópin á þann hátt eftir hentugleika sínum og vilja.

Parið þarf að læra á þetta allt saman og það getur tekið nokkur skipti, svo ég myndi ekki vera mjög stressuð þótt þetta takist ekki hjá þeim í fyrstu, til jafnvel nokkurra tilrauna.

En ég tók aldrei frá, en það er væntanlega áhrifamesta aðferðin við að koma upp seiðunum. :) En ég vildi að parið sæi um þetta sjálft og ég hafði gaman að því að fylgjast með tilraunum þeirra og áhuga við uppeldið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
gitbra
Posts: 11
Joined: 02 Jan 2013, 18:15

Re: skalarpar að hryggna

Post by gitbra »

þakka þér fyrir þessa upplýsingar, mjög góð vísbending að horfa upp á hjónin að æfa sig að ala upp :-)
skal "wait and watch"....og bjó til handa þeim einskonar leirrör, kannski lýst þeim vel á þennan stað...
Post Reply