Ég er með ársgamalt 54L búr sem hefur verið stapílt nokkuð lengi. Í því voru þar til í dag tveir mollar, ein Ancistra, tvær stórar og vel frískar sverðdragakellur og einn karl sem bættist við fyrir viku. Fóðra 1x á dag, vatnsskipti ca. 40% 1x í viku, engin lifandi gróður, allt bara svona nokkuð normal.
Í fyrrakvöld tókum við eftir að önnur sverðdragakellingin hékk á botninum og andaði ört og miðjan dag í gær var hún dáin, þá var hin byrjuð að hegða sér svipað og var dáin í hádeginu í dag. Þær urðu með þessari hröðu öndun áberandi hvítar í kringum tálknin og undir bringunni. Hvítnuðu einhvern vegin upp. Það sem ég er að spá í er hvað hafa möguleg gerst? Sverðdragakallin sem kom í búrið síðustu helgi er sprellfjörugur og sýnir engin einkenni.
Getur sýking poppað svona skyndilega upp og út af engu eða gæti hann hafi borið e-ð með sér í búrið án þess að veikjast sjálfur? Er einhver hér sem veit hvað þetta gæti verið? Er búin að vera lesa mér til og sýnist skv. því að lýsingin passi að einhverju leyti við
costia ( þó var ekkert að sjá á sundlagi þeirra eða sporðinum) eða einhvers konar sýkingu í tálknum?
Forvitnilegt að vita og auðvitað leiðinlegt að tapa svona fínum fiskum. Maður vill auðvitað verða betri að sér í þessum "fiskabúrafræðum"
Með kveðju Bryndís
Sýking í búri_mögulega Costia?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
ég myndi gera 50-60 % vatnsskipti og salta sjá hvort fiskarnir braggist ekki við það.
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
Ef fiskarnir eru óhressir þá eru stór, regluleg vatnsskipti mjög gott ráð. Sérstaklega þegar maður er ekki viss hvað er að.
Mundu svo eftir að hreinsa mölina og dæluna líka, því þar getur ýmislegt leynst.
Svo geturðu saltað, allt að 4-5grömm á lítra. Byrja í 2gr og hækka ef það gerist lítið. Ath að einstaka fiskur fílar saltið illa, t.d. pleggar.
Mundu svo eftir að hreinsa mölina og dæluna líka, því þar getur ýmislegt leynst.
Svo geturðu saltað, allt að 4-5grömm á lítra. Byrja í 2gr og hækka ef það gerist lítið. Ath að einstaka fiskur fílar saltið illa, t.d. pleggar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
Takk fyrir þetta. Já við gerðum stór vatnsskipti og söltuðum. Hinir eru allir hressir en þessir tveir fóru bara fyrirvaralaust á rúmum sólahring.
Vitið með Ancistruna, þolir hún saltið vel?
En þessi einkenni að verða svona hvítir, veit einhver hvað það er?
Vitið með Ancistruna, þolir hún saltið vel?
En þessi einkenni að verða svona hvítir, veit einhver hvað það er?
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
væri gott að fá myndir til að geta séð hvað sé mögulega í gangi.
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
Verða hvítir? Deplar eða loðnir?
Getur prófað að googla velvet og fungal infection..
Getur prófað að googla velvet og fungal infection..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Sýking í búri_mögulega Costia?
Ekki deplar og ekki loðnir , veit að þettta er ekki hvítablettaveiki, hef einu sinni fengið hana í búrið. Þær urðu bara alveg hvíta á bringunni og við tálknin. Eins og þær misstu lit og önduðu mjög hratt. Tók ekki mynd af þeim og engin fiskur með sömu einkenni núna í búrinu.