Gróðurbúr, perur og undirlag

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

Var að fá fiskabúr sem á að vera gróðurbúr.
Búrið er 80*35*50cm og það eru tvö perustæði í því.

Hvaða perur mynduð þið nota?

Hvaða undirlag er best að ykkar mati?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Fer eftir ýmsu. Hvað ætlarðu að hafa í búrinu? Fyrir hvernig perur er þetta stæði?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

Ætla bara að hafa sem fjölbreyttastan gróður en ekkert co2 kerfi. geri ráð fyrir að hafa gotfiska en samt ekki viss með þá.

perurnar eru langir sívalingar
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Þú ert sennilega með t8 perur og fyrst þú ætlar að sleppa co2 þá myndi ég einbeita mér að einföldum plöntum, t.d. anubias, amazon sverðplöntum, vallisneries, cryptocoryne og fleiri sem þurfa ekki mikið ljós og næringu.

Undirlag skiptir ekki öllu máli, en það er betra að vera með möl frekar en fínan sand.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

Takk fyrir þetta Keli.

þetta eru örugglega gamlar perur eða um ársgamlar. ég gæti alveg hugsað mér að kaupa nýjar eina eða tvær eftir þörf.

ætti ég þá ekki að fjárfesta í T5 peru? einni eða tveimur? eða frekar einhverjum öðrum perum?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Getur ekki sett t5 í t8 perustæði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

Ó ég hélt að t5 og t8 væru sömu perur með mismunandi eiginleika, greinilega ekki lesið mér nógu vel til :/

það sem stendur á perunum er
Osram L18w/840
lumilux
cool white


eru samt ekki til einhverjar gróðurperur eða perur sem eru betri fyrir gróðurinn?
það sem ég hef sé nefnt hér á spjallinu eru
aquaatar 15w
gro lux
gróðurpera
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Kauptu bara osram peru sem er ca 6500k. óþarfi að splæsa í dýrar "fiska" perur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Sibbi »

keli wrote:Kauptu bara osram peru sem er ca 6500k. óþarfi að splæsa í dýrar "fiska" perur.
Ef þú ert með 2,3 eða 4 perur Keli, hefur þú þá sama kelvin í þeim öllum? eða hefur þú sterkustu aftast eða eitthvað í þeim dúr?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Kelvin talan segir ekkert um styrkleikann á perunni, heldur litrófið. Ég hef venjulega haft bara sömu perur en það er ekkert að því að hafa kaldari perur (hærri kelvin) framar til að draga fram bláan lit í fiskunum til dæmis, en svo heitari aftar. Bara leika sér að þessu og finna eitthvað sem maður fílar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Geitin »

Takk Keli
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by Sibbi »

keli wrote:Kelvin talan segir ekkert um styrkleikann á perunni, heldur litrófið. Ég hef venjulega haft bara sömu perur en það er ekkert að því að hafa kaldari perur (hærri kelvin) framar til að draga fram bláan lit í fiskunum til dæmis, en svo heitari aftar. Bara leika sér að þessu og finna eitthvað sem maður fílar.
Þarna sérðu, ekki er vitið meira en guð gaf,,,, já ok, sem sagt algengara að hafa hærra k fremst, og það á við um í gróðurbúrum??
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gróðurbúr, perur og undirlag

Post by keli »

Ég held að flestir séu bara með sama í öllum stæðum. Ég geri það amk þannig. 6500k er þægilegur litur og plöntur dafna vel undir honum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply