Nú hef ég verið að lesa mikið og spá í discusum.
Það er ofsalega misjafnt hvað er talað um á alnetinu, sumir segja það sé bull hvað þeir séu erfiðir og ekki fyrir alla, meðan aðrir tala um að það megi varla anda í kringum þá og klæðaburður skipti máli í að hræða þá ekki.
Er ekki hægt að fóðra þá á þurrfóðri, þ.e.a.s. verður maður alltaf að vera mixa eitthvað hjartamix með ýmsu út í? Hvaða lifandi fóður er einna mælt með?
Er eitthver hér með discus enþá á spjallinu?
Eru þeir eins erfiðir og sumir halda fram?
Eru menn að vesenast eitthvað með vatnið, þá vera gera það basískara, vesenast með PH-gildið og bæta eitthverjum fullt af snefilefnum í vatnið?
Endilega sendið mér tips um þá,
Discus
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Discus
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Re: Discus
Discus eru frábærir. En það er engin lygi að þeir þurfa mjög gott vatn. Þeir eru gæfir, þekkja eigandann sinn, leyfa manni að klappa sér og fleira. Þurrmatur er góður, en ég myndi segja að það sé mikilvægt að gefa þeim annað gotterí öðru hvoru. Lifandi er algjör óþarfi, bara gera hjartamix.
Ég er ekki með discus eins og er, en langar alltaf aftur í þá.
Ekki fikta í vatninu, kranavatnið er fínt. Lang mikilvægast að hafa það hreint og skipta oft.
Ég er ekki með discus eins og er, en langar alltaf aftur í þá.
Ekki fikta í vatninu, kranavatnið er fínt. Lang mikilvægast að hafa það hreint og skipta oft.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: Discus
Já, mig hefur lengi langað að fá mér diskusa en eitthvernveginn miklað það fyrir mér, er með góð vatnsskipti í öllum búrum hjá mér reglulega svo gott vatn er ekki vandamálið.
Einmitt verið að lesa svo mikið að það þurfi eitthver snefilefni í vatnið af allskonar efnum, járn og fl. Svo að vera vatnið mýkra og eitthverja sérstaka discusa filtera..
Er flókið að gera svona hjartamix, erfitt að skilja þetta alveg til þaula á enskunni.
Einmitt verið að lesa svo mikið að það þurfi eitthver snefilefni í vatnið af allskonar efnum, járn og fl. Svo að vera vatnið mýkra og eitthverja sérstaka discusa filtera..
Er flókið að gera svona hjartamix, erfitt að skilja þetta alveg til þaula á enskunni.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Re: Discus
Ég snerti aldrei vatnið hjá discusunum mínum, og þeir hrygndu og voru glaðir. Aðal málið fannst mér vera gott vatn og mataræði. Ef vatnsgæðin eru aðeins í lélegra lagi, þá fara þeir að éta minna og veslast upp á frekar löngum tíma. Þá getur verið erfitt að ná þeim til baka.
Hjartamix er ekkert mál. Aðal málið er að komast í hakkavél.
Hjartamix er ekkert mál. Aðal málið er að komast í hakkavél.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net