Inline Diffuser
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Inline Diffuser
Hafa menn einhverja reynslu af svona diffuser. ? http://www.co2supermarket.co.uk/co2-inl ... fuser.html
Last edited by snerra on 09 Feb 2014, 07:17, edited 1 time in total.
Re: Inline Diffuser
Ég á svona en ekki komið því í verk að prófa hann, en hef heyrt að svona Atomizer sé frábær fyrir gróðurinn, en fer í taugarnar á sumum hvað hann rykar vatnið. Það sem mér finnst mest spennó við hann er maður losnar við draslið úr búrinu
Ég er með stiga í einu og svona gæja í öðru http://www.ebay.com/itm/JBL-ProFlora-Ta ... 5d450e5014
Þessi seinni alveg svínvikrar og hægt að lenga hann að vild, loftbólurnar eru nánst horfnar þegar þær ná alveg upp.
Ég er með stiga í einu og svona gæja í öðru http://www.ebay.com/itm/JBL-ProFlora-Ta ... 5d450e5014
Þessi seinni alveg svínvikrar og hægt að lenga hann að vild, loftbólurnar eru nánst horfnar þegar þær ná alveg upp.
Re: Inline Diffuser
Margir setja þetta nú bara beint á út slönguna á tunnudælunni sinni. Einstefnuloka (sem eru oft í þrýstijöfnurunum) og málið er dautt. Ekki viss um að maður þurfi sér græju í þetta nema maður sé að nota brjálað mikla kolsýru í búrið (stórt búr)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
Það er einmitt málið búrið er 720 lítra hvað eru þið að skipta oft út vatni ?
Re: Inline Diffuser
Það er einmitt málið búrið er 720 lítra hvað eru þið að skipta oft út vatni ?
Re: Inline Diffuser
Fer algjörlega eftir aðstæðum hvað þú þarft að skipta oft. Ef þú ert með mikið af plöntum og frekar lítið af fiskum þá þarf ekki að skipta oft.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
keli wrote:Margir setja þetta nú bara beint á út slönguna á tunnudælunni sinni. Einstefnuloka (sem eru oft í þrýstijöfnurunum) og málið er dautt. Ekki viss um að maður þurfi sér græju í þetta nema maður sé að nota brjálað mikla kolsýru í búrið (stórt búr)
Er Atomizerinn ekki alltaf settur á slönguna á tunnudælunni ? Er önnur leið ?
Og Hvaða aðra "sér" græju ertu að vitna í ? Eða ertu að meina að Atomizerinn sé "sér" græjan og margir setja bara Co2 slönguna beint í tunnudæluna án einhvers tóls sem brýtur hana niður í smærri bolur?
Re: Inline Diffuser
hreyfingin á vatninu í slöngunum er oft(ast) nóg til að leysa kolsýruna upp.. Ekki endilega nauðsynlegt að vera með sér græju til að leysa þær upp.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
Aha.. ég skil
Ég mundi samt hiklaust nota svona, hlýtur að nýta kolsýruna mikið betur, yfirborðið verður margfalt og svo þetta ekki dýrt
En ég er líka græjuóður!
Ég mundi samt hiklaust nota svona, hlýtur að nýta kolsýruna mikið betur, yfirborðið verður margfalt og svo þetta ekki dýrt
En ég er líka græjuóður!
Re: Inline Diffuser
Ef maður er að nota kolsýru er þá ekki eina vitið að vera með ph controler ? svo maður drepi ekki öll kvikindin í búrinu
Re: Inline Diffuser
Ég var automiser í ca 2 ár,hef líka verið með keramikdisk og utanáliggjandi diffuser ásamt poweheaddrifnum svo ég veit smá um málið.Automiser er skilvirkasta co2 græjan sem ég hef verið með.Það er mjög mikilvægt að hún sé tengd við úrtaksslönguna á tunnudælunni því þetta er í raun keramikhólkur sem fyllist af óhreinindum mjög fljótt ef hann er staðsettur annarsstaðar en er alveg viðhaldsfrír á úrtakinu ef tunnudælan er að virka vél.Skifta honum svo bara út einu sinni á ári,hann er það ódýr að það tekur því ekki að þrífa hann,er samt hægt að leggja hann í klórblöndu í 20 mínútur og skola svo vel eins og venjulegan keramikdisk en mistrið verður með stærri loftbólum.
Eitt er þó sem þarf að spá í..margir þrýstijafnarar sem eru keyptir sérstaklega fyrir fiskabúr eru með fasta bar stillingu á 1,4-1,8 til að forða fólki frá því þegar þrýstingur fellur á kútnum þegar hann er að tæmast að hann gubbi restinni úr sér og drepi allt í búrinu.(co2 dump)
Automiser er með mjög fíngerðann keramikhring og þarf 1,8-2,2 bar til að virka vel, svo ef þú ert ekki með stillanlegt bar á þrýstijafnaranum geturðu ekki stjórnað loftbóluflæðinu.Mistrið hefur líka þann kost að þú getur nákvæmlega séð hvernig co2 er að dreyfast um búrið.
Eitt er þó sem þarf að spá í..margir þrýstijafnarar sem eru keyptir sérstaklega fyrir fiskabúr eru með fasta bar stillingu á 1,4-1,8 til að forða fólki frá því þegar þrýstingur fellur á kútnum þegar hann er að tæmast að hann gubbi restinni úr sér og drepi allt í búrinu.(co2 dump)
Automiser er með mjög fíngerðann keramikhring og þarf 1,8-2,2 bar til að virka vel, svo ef þú ert ekki með stillanlegt bar á þrýstijafnaranum geturðu ekki stjórnað loftbóluflæðinu.Mistrið hefur líka þann kost að þú getur nákvæmlega séð hvernig co2 er að dreyfast um búrið.
Re: Inline Diffuser
Ehhmm.. neiii neii..
Ég er með 2 búr sem eru með kolsýru.
Eitt er með Ph controler hitt ekki.
Þetta með ph controlernum er 240l hitt er 120l.
Ég mældi bara með hversu lengi kolsýran var á í stóra búrinu og hversu oft svona uþb, deildi svo bara með 2 og stillti tímarofa samkvæmt því.
Það eru bara rækjur í því búri og ekkert vesen. Minnir að það kvikni 4-5 sinnum á kolsýrunni uþb ein bóla á sek í 20 mín í senn.
Maður prófar sig bara áfram og svo fer eftir því hvað þú ert með mikinn gróður og allt það
Ég hef það líka sem smá viðmið ef þú sérð að plöntunar eru að gefa frá sér súrefni , perlar af þeim þá ertu kominn á mjöf fínt ról og algjör óþarfi að skrúfa meira upp í kolsýrunni.
Ég er með 2 búr sem eru með kolsýru.
Eitt er með Ph controler hitt ekki.
Þetta með ph controlernum er 240l hitt er 120l.
Ég mældi bara með hversu lengi kolsýran var á í stóra búrinu og hversu oft svona uþb, deildi svo bara með 2 og stillti tímarofa samkvæmt því.
Það eru bara rækjur í því búri og ekkert vesen. Minnir að það kvikni 4-5 sinnum á kolsýrunni uþb ein bóla á sek í 20 mín í senn.
Maður prófar sig bara áfram og svo fer eftir því hvað þú ert með mikinn gróður og allt það
Ég hef það líka sem smá viðmið ef þú sérð að plöntunar eru að gefa frá sér súrefni , perlar af þeim þá ertu kominn á mjöf fínt ról og algjör óþarfi að skrúfa meira upp í kolsýrunni.
Re: Inline Diffuser
Hvað er sýrustigið ? og hversu oft þarft þú að skipta um vatn sýrir maður ekki vatnið meira en venjulega þegar maður er að setja kolsýru í það
Re: Inline Diffuser
Bara á meðan kolsýran er uppleyst í því. Ef maður er með jafna kolsýru í vatninu þá lækkar sýrustigið augljóslega ekki.snerra wrote:sýrir maður ekki vatnið meira en venjulega þegar maður er að setja kolsýru í það
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
Ef þú hefur áhyggjur af því að PH falli of mikið á meðan Co2 gjöf stendur, getur þú sett matarsóda sem buffer í vatnið. Hversu mikið fer bara eftir stærð búrs og hversu mikið af Co2 þú ert að gefa.
Re: Inline Diffuser
Þar sem ég er nú byrjaður að spyrja ykkur hvað mælið þið með mörgum T5 perum fyrir 720 lítra Akvastabil búr sem gróðurbúri
Re: Inline Diffuser
Fer algjörlega eftir gróðri, næringu og kolsýru.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
Sem gróðurbúr er maður þá ekki með mikið af gróðri ? Og ef þú ert með mikið af gróðri er þá ekki best að hafa kolsýru ? Allavega er ég að hugsa um það og var að velta fyrir mér að vera með 6 perur hvað finnst þér um það.?
Re: Inline Diffuser
Það fer eftir hvernig gróðri sjáðu nú til Lítið mál að vera með stútfullt búr af gróðri og þurfa lítið sem ekkert að pæla í kolsýru og næringu ef maður er bara með hægvaxta plöntur.
6 perur ætti að duga í margt. Passaðu samt að mikil lýsing = meiri vinna við að halda búrinu fínu og svolítið föndur í byrjun að finna jafnvægi á kolsýru, birtu og næringu svo að það fari ekki allt í þörung og vesen.
Frekar mikilvægt að byrja með sem mest af plöntum, jafnvel spurning um að fá tilboð frá verslunum í einhvern slatta af plöntum. Ef maður er ekki með plöntur til að taka næringu úr vatninu, þá tekur þörungurinn glaður við henni
6 perur ætti að duga í margt. Passaðu samt að mikil lýsing = meiri vinna við að halda búrinu fínu og svolítið föndur í byrjun að finna jafnvægi á kolsýru, birtu og næringu svo að það fari ekki allt í þörung og vesen.
Frekar mikilvægt að byrja með sem mest af plöntum, jafnvel spurning um að fá tilboð frá verslunum í einhvern slatta af plöntum. Ef maður er ekki með plöntur til að taka næringu úr vatninu, þá tekur þörungurinn glaður við henni
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Inline Diffuser
Takk fyrir þessar upplysingar en losna ég við þörunginn með UV ljósi ?
Re: Inline Diffuser
Nei, en getur hugsanlega minnkað hann, amk svifþörung.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net