Lengd x Breidd x Hæð / 1000
tökum sem dæmi búr standard 54L búr, sem mælist 60cm, 30cm, 30cm:

60 x 30 x 30 = 54000 (cm3).
Til að breyta rúmsentímetrum í lítra þarf að deila í 1000.
54000 / 1000 = 54 (lítar)
Einfalt, ekki satt?
Yfirleitt koma lítratölur fiskabúraframleiðanda út frá utanmáli búsins og flestir reikna út lítra búra þannig og er svo sem ekkert að því.
Til þess að vita hvað búrið heldur mörgum lítrum í raun og veru þarf að mæla innanmál búrsins.
Ofangreint búr, sem mældist 60, 30, 30 að utanmáli heldur semsagt aldrei 54 lítrum.
Segjum að búrið sé með 10mm gleri og að vatnið nái ekki alveg upp að efstu brún, þá liti dæmið út svona:
58 x 28 x 25 = 40600.
40600 / 1000 = 40 (lítar)