GSA (greenspot algae) plága..
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
GSA (greenspot algae) plága..
er einhver töfralausn við þessu? er með 360 l búr og þetta er farið að þekja stóran part af glerinu og er að ganga frá anubis plöntunum mínum ljósatími er 8 klst.. er ekki alveg með perurnar á hreinu sem stendur.. ef einhver er með ráð við þessu ógeði má sá hinn sami deila visku sinni
Re: GSA (greenspot algae) plága..
fáðu þér SAE og slökktu ljósið í viku... hættu að gefa fiskunum þínum að borða í þann tíma Það var allavega mín lausn
Re: GSA (greenspot algae) plága..
er þetta eitthvað sem virkaði hjá þér? finnst þetta ansi langur tími án matargjafarsiggi86 wrote:fáðu þér SAE og slökktu ljósið í viku... hættu að gefa fiskunum þínum að borða í þann tíma Það var allavega mín lausn
Re: GSA (greenspot algae) plága..
Ástæðan er líklega of mikið ljós ef þetta er eini þörungurinn sem mikið er af. Held að það sé eðlilegt að vera með smá af honum,
fæstir losna alveg 100% við hann held ég, alltaf einn og einn blettur einhverstaðar
Ég hef náð að halda honum niðri með því að minnka ljósið og bæta við kolsýru.
Hann er alveg horfið nema einmitt á Anubias en er að hverfa þar líka, Anubias eru hægvaxta og því ekki henntugar í búr með sterkt ljós og litla kolsýru, það sem ég gerði að var færa flotgróður yfir aðra Anubas plöntuna en lét hina var í sterku ljósi.
Þessi í "skugganum" er minni, vex hægar en er nánast orðin þörgunga laus á meðan hin er stærri en með meira GSA á sér.
Þannig í mínu tilfelli var það ljósið, en það hjálpar líka að stunda regluleg vatnskitpi og allt það.
Ég er með 2 stk 54w perur fyrir 240l búr.
Kannski hjálpar þetta eitthvað.
fæstir losna alveg 100% við hann held ég, alltaf einn og einn blettur einhverstaðar
Ég hef náð að halda honum niðri með því að minnka ljósið og bæta við kolsýru.
Hann er alveg horfið nema einmitt á Anubias en er að hverfa þar líka, Anubias eru hægvaxta og því ekki henntugar í búr með sterkt ljós og litla kolsýru, það sem ég gerði að var færa flotgróður yfir aðra Anubas plöntuna en lét hina var í sterku ljósi.
Þessi í "skugganum" er minni, vex hægar en er nánast orðin þörgunga laus á meðan hin er stærri en með meira GSA á sér.
Þannig í mínu tilfelli var það ljósið, en það hjálpar líka að stunda regluleg vatnskitpi og allt það.
Ég er með 2 stk 54w perur fyrir 240l búr.
Kannski hjálpar þetta eitthvað.
Re: GSA (greenspot algae) plága..
takk fyrir þetta. ég er einmitt duglegur í vatnsskiptum, 30-50 % vikulega. er ekki með co2 system og ætla mér í rauninni ekki að vera með þannig (er hægt að bæta samt við án þess að vera með kerfi?? t.d úr flösku eða einhverju?)
ég tók mig til og grrysjaði ljótustu plönturnar úr búrinu og setti betur förnu plönturnar á skuggsælli stað. Ég er einnig búinn að prófa mig áfram með ljósatímann.. lækkaði alveg í 6 tíma og fannst það ekki bera neinn árangur. sjáum hvað gerist annars er þolinmæðin með anubisinn þrotin
ég tók mig til og grrysjaði ljótustu plönturnar úr búrinu og setti betur förnu plönturnar á skuggsælli stað. Ég er einnig búinn að prófa mig áfram með ljósatímann.. lækkaði alveg í 6 tíma og fannst það ekki bera neinn árangur. sjáum hvað gerist annars er þolinmæðin með anubisinn þrotin
Re: GSA (greenspot algae) plága..
Ég er búinn að vera að lesa mig aðeins til, eitt ráðið er að leifa þörungnum að klára lífshlaupið.. þ.e, þar sem hann er í raun frísyndandi í byrjun og sest á glerið þarf hann að fá að klára lífshlaupið þar, á víst að verða að drullu og munu þörungaætur klára málið, ferlið ætti að taka 4-6 vikur. Hann verður að fá að drepast annas sest hann bara aftur ef maður skafar hann í burtu.
Re: GSA (greenspot algae) plága..
vika er ekki langur tími án matar... eða mér finnst það ekki... ef ég færi til útlanda í 2 vikur myndi ég bara gefa þeim áður en ég færi og svo þegar ég kæmi heim
Re: GSA (greenspot algae) plága..
Ef fiskarnir eru hraustir þá er vika án matar ekkert mál.
Eru perurnar þínar nokkuð orðnar gamlar? Ég lenti í GSA faraldri þegar ég var með gamlar t5 perur. Þegar þær eldast þá breytist litrófið og GSA virðist nýta sér það. Svo er spurning með vatnsskipti.
SAE bíta lítið á GSA, þeir eru meira í að éta hárþörung. Otocinclus og ancistrus kroppa aðeins í þetta, en Nerite sniglar eru víst albestir við GSA. Þeir skilja þó eftir sig hvít egg útum allt sem fara í taugarnar á mörgum. Eggin klekjast þó ekki út því þau þurfa brackish/salt til þess.
Eru perurnar þínar nokkuð orðnar gamlar? Ég lenti í GSA faraldri þegar ég var með gamlar t5 perur. Þegar þær eldast þá breytist litrófið og GSA virðist nýta sér það. Svo er spurning með vatnsskipti.
SAE bíta lítið á GSA, þeir eru meira í að éta hárþörung. Otocinclus og ancistrus kroppa aðeins í þetta, en Nerite sniglar eru víst albestir við GSA. Þeir skilja þó eftir sig hvít egg útum allt sem fara í taugarnar á mörgum. Eggin klekjast þó ekki út því þau þurfa brackish/salt til þess.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: GSA (greenspot algae) plága..
keli wrote:Ef fiskarnir eru hraustir þá er vika án matar ekkert mál.
Eru perurnar þínar nokkuð orðnar gamlar? Ég lenti í GSA faraldri þegar ég var með gamlar t5 perur. Þegar þær eldast þá breytist litrófið og GSA virðist nýta sér það. Svo er spurning með vatnsskipti.
SAE bíta lítið á GSA, þeir eru meira í að éta hárþörung. Otocinclus og ancistrus kroppa aðeins í þetta, en Nerite sniglar eru víst albestir við GSA. Þeir skilja þó eftir sig hvít egg útum allt sem fara í taugarnar á mörgum. Eggin klekjast þó ekki út því þau þurfa brackish/salt til þess.
Ég held perurnar séu orðnar dáldið gamlar já.. þarf að kanna það betur, Nerite sniglar myndu gagnast mér lítið þar sem trúðabótíurnar mínar myndu slafra þeim í sig. takk fyrir hjálpina
Re: GSA (greenspot algae) plága..
http://www.fishforums.net/index.php?/to ... g-bba-gsa/
hérna er forum þar sem menn eru að ræða það að nota Flourish Excel til að vinna á þessum þörung, hafa menn einhverja reynslu á því?
Ég er búinn að prófa að skafa allt glerið og gera stór vatnsskipti þrisvar en það hefur ekkert að segja drullan kemur bara aftur.
varðandi perurnar þá eru þær orðnar ársgamlar en hafa aðeins verið notaðar í ca 7 mánuði þannig að þær ættu ekki að vera málið eða hvað?
hérna er forum þar sem menn eru að ræða það að nota Flourish Excel til að vinna á þessum þörung, hafa menn einhverja reynslu á því?
Ég er búinn að prófa að skafa allt glerið og gera stór vatnsskipti þrisvar en það hefur ekkert að segja drullan kemur bara aftur.
varðandi perurnar þá eru þær orðnar ársgamlar en hafa aðeins verið notaðar í ca 7 mánuði þannig að þær ættu ekki að vera málið eða hvað?
Re: GSA (greenspot algae) plága..
t8 perur eru venjulega farnar að slappast á 6 mánuðum, t5ho eiga að vera góðar í eitt ár..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: GSA (greenspot algae) plága..
Þörungur vex best þegar plönturnar vaxa lítið eða ekkert. Ég myndi prófa gróðurnæringu sem er blandað í mölina og reyna að fá gróðurinn til þess að vaxa hann heldur þörung í skefjum. Mér finnst frekar ólíklegt að þetta séu bara perurnar alla vega vex þörungurinn vel hjá þér.
Re: GSA (greenspot algae) plága..
takk fyrir þetta ég ætla að verða mér út um næringu og testa það, ég er einnig búinn að bæta við powerhead til að bæta vatnsflæðið og í leiðinniá þetta að "dreifa" þeiri næringu sem er í vatninu mun betur... eða það las ég einhverstaðar með hjálp googlesnerra wrote:Þörungur vex best þegar plönturnar vaxa lítið eða ekkert. Ég myndi prófa gróðurnæringu sem er blandað í mölina og reyna að fá gróðurinn til þess að vaxa hann heldur þörung í skefjum. Mér finnst frekar ólíklegt að þetta séu bara perurnar alla vega vex þörungurinn vel hjá þér.
Re: GSA (greenspot algae) plága..
smá update
ég er ekki búinn að setja neina plöntunæringu í búrið, ég gerði góð vatnsskipti eftir að ég skóf glerið, fjarlægði illa farnar plöntur og bætti powerhead í búrið til að fá meiri hreifingu á vatnið
Þetta virðist hafa gert gæfu muninn að setja powerhead í búrið því plönturnar eru orðnar töluvert grænni en þær voru og GSA hefur ekki aukist eftir þetta. Vona að þetta sé bara komið (knock on wood - 7 9 13)
ég er ekki búinn að setja neina plöntunæringu í búrið, ég gerði góð vatnsskipti eftir að ég skóf glerið, fjarlægði illa farnar plöntur og bætti powerhead í búrið til að fá meiri hreifingu á vatnið
Þetta virðist hafa gert gæfu muninn að setja powerhead í búrið því plönturnar eru orðnar töluvert grænni en þær voru og GSA hefur ekki aukist eftir þetta. Vona að þetta sé bara komið (knock on wood - 7 9 13)