Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
88egill
Posts: 21
Joined: 02 Jan 2014, 18:51

Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by 88egill »

Góða kvöldið..

Þannig er mál með vexti að ég ákvað að bjarga 350 lítra fiskabúri sem var með 3 eftirlifandi fiskum í hjá ættingja mínum sem hefur ekki hugsað um búrið í Mjög langan tíma.. ég tók og þreif brunnadæluna bara með volgu vatni og öllu tilheyrandi sem var í búrinu.. en ég á eftir að þrífa búrið og það er hreint út sagt ógeðslegt.. það sést varla inní það því það er allt grænt og skítugt.. hvernig má ég þrífa búrið.. ég held að ég megi ekki þrífa það með neinum efnum.. endilega ef þið hafið eitthvað sem hjálpar mér þá megið þið kommenta. Þetta er ferskvatnsbúr.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Andri Pogo »

Ég myndi byrja á því að redda þér slöngu til að láta renna úr búrinu og helst ryksugu á annan endann til að ryksuga mölina, sjá hér: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=14&t=8306

Svo myndi ég láta renna svona 20-30% af vatninu úr og byrja svo að skrúbba glerið að innan með pottastáli (án sápu) eða uppþvottabursta. (taka þessi 20-30% svo það sullist ekki úr búrinu á meðan þú ert að skrúbba það).
Þegar glerið er orðið gott þarftu að gera stór vatnsskipti til að losna við draslið af glerinu sem fór í vatnið. Skildu bara eftir nóg til að fiskarnir geti hreyft sig.
Fyllir búrið svo með hreinu vatni (~22-25°C).
Endurtaka þetta ef það er ekki orðið nógu gott.
-Andri
695-4495

Image
88egill
Posts: 21
Joined: 02 Jan 2014, 18:51

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by 88egill »

takk fyrir snögg og góð svör.. en ég tók í gærkveldi og færði fiskana í annað búr og tök að sjálfsögðu með hluta af vatninu yfir í nýjabúrið þannig að það er ekkert vatn í stóra búrinu og ég er að hreinsa núna upp mölina í botninum.. en þú segir að pottastál muni ekki rispa glerið ??
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Andri Pogo »

nei ekki nema þú dragir sand eða möl með þá rispar það ekki glerið.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by stebbi »

það er auðveldara að þrífa glerið ef það er vatn í búrinu. (ef ég skildi þig rétt að þú hafir tæmt búrið alveg)
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Andri Pogo »

ég hef líka notað úðabrúsa með vatni ef ég er að skrúbba tóm búr, til að bleyta glerið sem ég er að þrífa.
-Andri
695-4495

Image
88egill
Posts: 21
Joined: 02 Jan 2014, 18:51

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by 88egill »

Glæsilegt.. fer í þetta og sýni að sjálfsögðu fyrir og eftir myndir af þessari hryllingssögu.. :) takk fyrir öll þessi svör..
88egill
Posts: 21
Joined: 02 Jan 2014, 18:51

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by 88egill »

Image

hér sjáið þið svona sirka fyrir og eftir myndir.. en aftur vill ég þakka fyrir stuðninginn sem ég fékk frá ykkur með upplýsingar..
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Andri Pogo »

Vel gert!
-Andri
695-4495

Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Ólafur »

Frábært :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by Elma »

Glæsilegt! :góður:

Hvaða tegund af fiskum er svo í búrinu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by nesquick »

væri gaman að fá nærmynd af innihaldi búrsins eftir þetta ævintýri
88egill
Posts: 21
Joined: 02 Jan 2014, 18:51

Re: Vantar hjálp með þrif á fiskabúri.. það er ógeðslegt..

Post by 88egill »

Heyrðu já.. ég reyndi mitt besta að taka nærmyndir. ég er semsagt með fjóra gullfiska.. tveir af þeim voru í búrinu þegar ég fékk þá og eru orðnir stórir og pattarlegir annar er gulur og hinn er svartur eða dökkur.. svo fengum við með búrinu líka eina ryksugu sem er stór og feit en vill bara vera inni hellir þegar það er kveikt á lýsingunni. svo þegar við vorum búin að setja allt búrið upp þá fórum við í fiskó í garðabæ og keyptum tvo súkkulaðibrúna gullfiska og tvo skala. Mér langar svolítið að bæta við tveimur síkliðum í búrið. Þá er það fullkomið en Öllum fiskunum heilsast vel og eru mjög sprækir og borða allir Ég er með eitthverja tunnudælu tengda við búrið sem ég fékk með og tvær loftdælur. ég mældi búrið og samkvæmt mælingunum mínum er það 220 lítrar þannig ég segi að það sé 200 lítra.. ég er bara furðulega sáttur við útkomununa fyrir utan lokið.. finnst það hræðilegt. en ég ætla að smíða lok á það þegar tími gefst. ég skipti um 40 % af vatninu í gær en þá var komin vika síðan við settum upp búrið. en hér koma nokkrar myndir eftir að við settum það upp.. og takk kærlega fyrir hjálpina sem ég fékk á meðan þessu stóð.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Post Reply