Ástæðan fyrir því að maður er með tvær eða jafnvel fleiri flöskur er að geta verið með gerjunina á mismunandi stigum og þar af leiðandi jafnari co2 framleiðsla. Það er hægt að ná svipuðu fram með því að bæta sykri reglulega í eina flösku.
Safnflaskan er sennilega aðallega bara til þess að sjá loftbólurnar skýrt og geta þar af leiðandi séð greinilegar hvernig framleiðslan gengur.
Lag tími á gerinu er ca 1 dagur. Passlegur hiti er ca 20 gráður, og það er enn betra að nota eitthvað annað en brauðger, frekar eitthvað
bjórger. Einn pakki er nóg í 10-20 lítra, eftir því hvað blandan þín verður sterk (hvað þú notar mikinn sykur). Ekki nota turbo ger eða kampavínsger, því þau vinna of hratt og klára sykurinn of fljótt. Svo er hægt að endurnýta gerið með því að hella megninu úr flöskunni eftir að hún er hætt að framleiða co2, en skilja slatta af "drullunni" (gerinu) eftir og blanda nýtt ofan á það. Þá er gerjun líka fljótari að fara í gang aftur.
Svo er mikilvægt að miða sykurmagnið við max 10-15% áfengi, því ef maður notar meiri sykur en það þá á gerið í erfiðleikum, maður þarf meira af því, það fer hægar í gang, erfiðara að endurnýta það og fleira. 220gr af sykri per lítra gefa uþb 13% blöndu. Ég myndi reyna að vera nær 10%, og nota þá 170gr af sykri per lítra af vatni.