Bónus undirlag fyrir gróður

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Bónus undirlag fyrir gróður

Post by Hrafnkell »

Þegar maður les um aðferðir við að setja upp gróðurbúr eru mjög margir sem mæla með sérstöku undirlagi undir mölina í búrinu fyrir gróðurinn sbr. nýlega umræðu um gróðurmold.

Hér er bent á að vel megi nota kattasand sem er einhverskonar leir.

Sá kattasand í Bónus áðan merktan Euroshopper. 5kg á 159kr. Innihald: leir sem nefnist Sepoilite.

Nú þarf einhver að prófa :) Gerist ekki ódýrara amk.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

merkilegt, miðað við niðurstöðurnar hjá þessum gaur sem hefur ekki mikið að gera í vinnunni er kattasandur alveg einstaklega góður til að hafa í gróðurbúrum. Alls ekki vitlaust sérstaklega fyrir íslenskt vatn að hafa ágætis lag af kattasandi neðst í búrinu.
Ég á allavegana eftir að skella mér á einn til tvo poka næst þegar búrið verður tekið alveg í gegn.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Netgrúsk leiðir þennan póst í ljós

Spurning samt hvort þetta nýtist hér við að gera vatnið bara steinefnaríkara? Kannski fer sýrustigið út og suður?
Rebbi
Posts: 74
Joined: 02 Feb 2013, 01:35

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by Rebbi »

Jæja,hefur einhver prófad thetta?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by Birkir »

Þetta er spennandi í ljósi þess að ég ætla að gera vel við gróður í mínu nýjasta búri.
Fullt af kattasandi er með alskyns ilmefnum og and-pissulyktarefnum. Varla er það gott fyrir flóru vatnsins.
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by siamesegiantcarp »

hægt er að kaupa kattarsand í nettó sem heitir xtra
hann er ilmefna og aukaefnalaus
sjá
viewtopic.php?f=26&t=14551
Hafrún Ósk
Posts: 1
Joined: 07 Jan 2014, 10:50

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by Hafrún Ósk »

Fer kattasandurinn ekkert illa í fiskana?
mig langar að setja upp lítið búr (54L) og hafa mikinn gróður sem bakgrunn og var búin að heyra að kattasandur væri mjög sniðugur undir mölina fyrir gróðurinn.
En er hægt að hafa fiska í búrinu með kattasandinum?
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by nesquick »

Hafrún Ósk wrote:Fer kattasandurinn ekkert illa í fiskana?
mig langar að setja upp lítið búr (54L) og hafa mikinn gróður sem bakgrunn og var búin að heyra að kattasandur væri mjög sniðugur undir mölina fyrir gróðurinn.
En er hægt að hafa fiska í búrinu með kattasandinum?
Hef heyrt og lesið að þetta sé í lagi, man bara ekki hvaða tegund en maður verður að þrífa sandinn mjög vel
siamesegiantcarp
Posts: 123
Joined: 11 May 2007, 23:33

Re: Bónus undirlag fyrir gróður

Post by siamesegiantcarp »

já ég er með guppý og rækjur í mínu, og þeir eru búnir að lifa góðu lífi í 2 ár
Post Reply