German Blue Butterfly
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
German Blue Butterfly
Góðan dag, nú leita ég í reynslubanka fiskaspjalls einu sinni enn.
Ég sá fyrir allnokkru síðan svona fiska í einni versluninni hérna í RVK.
http://tropicalfishandaquariums.com/Dwa ... anBlue.asp
Mér fannst þeir afskaplega fallegir og velti fyrir mér hvort ég eigi að fara að skipta út gotfiskaflórunni minni sem hefur dafnað vel, fyrir þessa. Kannski mega þeir vera saman? (er með gula, hvíta og svarta molly. Sverðdragapar, 1 Eldhala, 2 Ancistrur og 6 corydoras)
Hef mestar áhyggjur af Eldhalanum (Labeo Bicolor) hann er svolítið frekur og þarf kannski að víkja ef síklíður koma í búrið.
Hefur einhver reynslu af þessum fiskum, hvernig er að halda þá og hvort að þeir eru að hrygna og þannig ef að skilyrði eru góð?
kv. M
ps. þakkir til þeirra sem halda þessari síðu gangandi, hún er snilld ...
Ég sá fyrir allnokkru síðan svona fiska í einni versluninni hérna í RVK.
http://tropicalfishandaquariums.com/Dwa ... anBlue.asp
Mér fannst þeir afskaplega fallegir og velti fyrir mér hvort ég eigi að fara að skipta út gotfiskaflórunni minni sem hefur dafnað vel, fyrir þessa. Kannski mega þeir vera saman? (er með gula, hvíta og svarta molly. Sverðdragapar, 1 Eldhala, 2 Ancistrur og 6 corydoras)
Hef mestar áhyggjur af Eldhalanum (Labeo Bicolor) hann er svolítið frekur og þarf kannski að víkja ef síklíður koma í búrið.
Hefur einhver reynslu af þessum fiskum, hvernig er að halda þá og hvort að þeir eru að hrygna og þannig ef að skilyrði eru góð?
kv. M
ps. þakkir til þeirra sem halda þessari síðu gangandi, hún er snilld ...
Re: German Blue Butterfly
Takk fyrir.
Fiskaspjall.is er ein af fáum spjallsíðum sem virðist ná að berjast fyrir lífi sínu í facebook æðinu, jafnvel þó einstaka notendur reyni leynt og ljóst að færa allt þangað yfir.
Ramirezi eru erfiðir fiskar, vatnið okkar hentar þeim einfaldlega ekki, ef þú villt reyna þá er mitt mat að eldhalinn þurfi að fara. Fleiri stórbreytingar mundi ég ekki gera fyrr en sýnt er að ramirezi plumi sig í búrinu.
Þú þarft að halda vatninu í nitrat lausu og passa vel upp á pH fari ekki yfir 6.0
Þetta er ekkert grín og sjálfur hef ég aldrei náð að halda lífi í ramirezi og ég man ekki eftir því að nokkur hér á landi hafi náð að halda pari á lífi í einhvern tíma og koma seiðum á legg.
Fiskaspjall.is er ein af fáum spjallsíðum sem virðist ná að berjast fyrir lífi sínu í facebook æðinu, jafnvel þó einstaka notendur reyni leynt og ljóst að færa allt þangað yfir.
Ramirezi eru erfiðir fiskar, vatnið okkar hentar þeim einfaldlega ekki, ef þú villt reyna þá er mitt mat að eldhalinn þurfi að fara. Fleiri stórbreytingar mundi ég ekki gera fyrr en sýnt er að ramirezi plumi sig í búrinu.
Þú þarft að halda vatninu í nitrat lausu og passa vel upp á pH fari ekki yfir 6.0
Þetta er ekkert grín og sjálfur hef ég aldrei náð að halda lífi í ramirezi og ég man ekki eftir því að nokkur hér á landi hafi náð að halda pari á lífi í einhvern tíma og koma seiðum á legg.
Re: German Blue Butterfly
Best að hafa þá sér eða með litlum tetrum, þeir veslast oftast upp ef þeir eru með stærri og frekari fiskum, mikið af felustöðum og rætur til að mýkja vatnið og gott er að hafa hitann í hærri kantinum , þeir hrygna reglulega en eiga það til að éta hrognin
gul hrygna með hrogn á steini, þessi hrygndi reglulega en parið át hrognin enda var búrið ekki innréttað sérstaklega fyri parið
eitthvað af seiðum hefur komið hérlendis og var td. fiskó með seiði undan slör ram fyrir 2-3 árum
síðustu ár hefur verið notað mikið af hormónum til að ná up litum og hefur það gert suma stofna veikburða
gul hrygna með hrogn á steini, þessi hrygndi reglulega en parið át hrognin enda var búrið ekki innréttað sérstaklega fyri parið
eitthvað af seiðum hefur komið hérlendis og var td. fiskó með seiði undan slör ram fyrir 2-3 árum
síðustu ár hefur verið notað mikið af hormónum til að ná up litum og hefur það gert suma stofna veikburða
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Re: German Blue Butterfly
Svo ég troði mér hérna inn en hvaða dvergsíklíður er þægilegt að sjá um og eru fallegar en ekki of aggressívar? svona ef maður leggur ekki í þessa sem er samt svo flott en leiðinlegt ef þeir deyja bara við smá breytingar.
200L Green terror búr
Re: German Blue Butterfly
Ég var einmitt að hugsa um að starta dvergsíkliðiþræði í morgun og þegar ég kom heim úr vinnunni sé ég þennan. Glæsilegt.
Ég er með Ramirezi par í mínu búri sem plumma sig mjög vel, líta vel út og eru aktívir mjög. Þú getur fylgst með þeim hér viewtopic.php?f=2&t=15430
Ég held að þeim líði vel vegna vatnsins sem er núna og að parið kom tiltölulega snemma í búrið ásamt öðrum fiskum og hafa því aðlagast og hinir fiskarnir eru vanir þeim. Ég hafði aðalega áhyggjur af skærum frá gúrömunum en það hefur ekki komið á daginn. Væntanlega vegna þess að þeir komu í búrið á svipuðum/sama tíma og eru ungir. Ég í mínu búri er töluvert af felustöðum og plöntum sem brjóta upp "leikvöllinn." Ég hef ekki gert vatnsmælingu nýlega en fyrir 2 vikum hækkaði ég hitan aðeins, sérstaklega fyrir síkliðurnar.
En sem komið er er allt í mjög fínum málum en við skulum spurja að leikslokum. Eins og Vargur og fleiri segja þá getur reynst örðugt að láta þessum fiskum líða vel og þessi tilraun að hafa þá með gúrömum er tiltölulega áhættusöm en hefur gengið vel í þennan mánað sem fiskarnir hafa búið í þessu búri. Þarna er líka danioar og Rummy Nose tetrur sem síkliðurnar láta í friði enn sem komið er.
E.S. Endilega póstið í þennan þráð (ef þér er sama Mundi) ef þið vitið af einhverjum dvergsíkliðum til sölu í búðum Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Ég er með Ramirezi par í mínu búri sem plumma sig mjög vel, líta vel út og eru aktívir mjög. Þú getur fylgst með þeim hér viewtopic.php?f=2&t=15430
Ég held að þeim líði vel vegna vatnsins sem er núna og að parið kom tiltölulega snemma í búrið ásamt öðrum fiskum og hafa því aðlagast og hinir fiskarnir eru vanir þeim. Ég hafði aðalega áhyggjur af skærum frá gúrömunum en það hefur ekki komið á daginn. Væntanlega vegna þess að þeir komu í búrið á svipuðum/sama tíma og eru ungir. Ég í mínu búri er töluvert af felustöðum og plöntum sem brjóta upp "leikvöllinn." Ég hef ekki gert vatnsmælingu nýlega en fyrir 2 vikum hækkaði ég hitan aðeins, sérstaklega fyrir síkliðurnar.
En sem komið er er allt í mjög fínum málum en við skulum spurja að leikslokum. Eins og Vargur og fleiri segja þá getur reynst örðugt að láta þessum fiskum líða vel og þessi tilraun að hafa þá með gúrömum er tiltölulega áhættusöm en hefur gengið vel í þennan mánað sem fiskarnir hafa búið í þessu búri. Þarna er líka danioar og Rummy Nose tetrur sem síkliðurnar láta í friði enn sem komið er.
E.S. Endilega póstið í þennan þráð (ef þér er sama Mundi) ef þið vitið af einhverjum dvergsíkliðum til sölu í búðum Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Re: German Blue Butterfly
Sirius black: nannacara anomala eru fínir!
-----------------
ég er einmitt að pæla í að reyna við ramirezi aftur!
gekk alls ekki vel síðast, en á undan því gekk það ágætlega
Þeir eru rosalega lengi að borða, spá mikið í matnum áður en þeir éta.
Gott að gefa blóðorma.
Þess vegna er gott að hafa þá með litlum tetrum eða dvergregnbogum.
Ekki fiskum sem keppa of mikið við þá um æti, svo þeir svelti ekki!
-----------------
ég er einmitt að pæla í að reyna við ramirezi aftur!
gekk alls ekki vel síðast, en á undan því gekk það ágætlega
Þeir eru rosalega lengi að borða, spá mikið í matnum áður en þeir éta.
Gott að gefa blóðorma.
Þess vegna er gott að hafa þá með litlum tetrum eða dvergregnbogum.
Ekki fiskum sem keppa of mikið við þá um æti, svo þeir svelti ekki!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: German Blue Butterfly
Frábærar ábendingar Vargur og nafni Guðmundur. Já - ég er hinn íslendingurinn sem er ekki á feisbúkk svo fiskaspjall er málið hjá mér.
Mér sýnist á öllu að það að færa sig yfir í þessa fiska kalli á miklar breytingar í búrinu hjá mér, auk þess sem ég er ekki með stórt búr, þannig að það er líklega best að hreyfa sig hægt í þessum efnum.
Takk fyrir svörin og auðvitað má þessi þráður ganga áfram fyrir dvergsíklíður.
Læt eina mynd af búrinu mínu fylgja með.
Mér sýnist á öllu að það að færa sig yfir í þessa fiska kalli á miklar breytingar í búrinu hjá mér, auk þess sem ég er ekki með stórt búr, þannig að það er líklega best að hreyfa sig hægt í þessum efnum.
Takk fyrir svörin og auðvitað má þessi þráður ganga áfram fyrir dvergsíklíður.
Læt eina mynd af búrinu mínu fylgja með.
- Attachments
-
- tn_IMG_5489.JPG (112.28 KiB) Viewed 34266 times
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena
Re: German Blue Butterfly
hér er par sem ég er með í búrinu hjá mér, er búinn að vera með þá í um 2 mánuði og allt gengið mjög vel. Á myndini eru þau ný búinn að hrygna og eru að gæta eggjana, kom mér mjög á óvart að eggin voru en á sínum stað í morgun því þau eru alltaf étin þegar ljósin slökna
Re: German Blue Butterfly
Hryggna þau bara í mölina, steinana?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: German Blue Butterfly
Já, hafa alltaf gert það svoleiðis hjá mérSibbi wrote:Hryggna þau bara í mölina, steinana?
Re: German Blue Butterfly
axxa1 wrote:Já, hafa alltaf gert það svoleiðis hjá mérSibbi wrote:Hryggna þau bara í mölina, steinana?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: German Blue Butterfly
Eftir mikil heilabrot ákvað ég bara að slá til. Keypti mér 5 stk af ramirezi fyrir rúmum mánuði síðan. Fiskaflóran er sú sama og ég lýsti hér á undan í janúar, fyrir utan það að Eldhalinn varð að fara í vor, hann varð allt í einu geðveikur og lagði alla fiska í einelti! Mér finnst samt mikil eftirsjá í honum, þeir hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.
Á þessum vikum hefur gengið vel með 4 af þessum 5 síklíðum sem ég keypti í Gæludýr. Einn þeirra var aðeins minni en hinir og varð undir. Sambúðin við aðra fiska virðist ganga vel, þeir eru helst að pönkast hver í öðrum. Ég var að vonast til að út úr þessum 5 (núna 4) fiskum kæmi par, og þá mundi ég láta hina frá mér ef þyrfti.
Hef lesið að þeir næri sig ekki í sambúð með frekari fiskum, en þeir virðast nú vera einna frekastir við fóðrun hjá mér. (miðað við Sverðdragapar, Molla, SAE og Kardínála), corydoras og brúsknefjar eru auðvitað ekkert vandamál og ljúfir sem lömb. Ég gef mest frosið fóður sem þeir tæta í sig. Vona bara að þetta eigi eftir að ganga vel áfram, þeir eru ekki komnir í fulla stærð enn að ég tel.
Ég geri ca.40% vatnsskipti vikulega og er með slatta af rótum í búrinu.
Já endilega notum þennan þráð fyrir dvergsíklíður - ég er voða spenntur fyrir þeim þessa dagana...
Á þessum vikum hefur gengið vel með 4 af þessum 5 síklíðum sem ég keypti í Gæludýr. Einn þeirra var aðeins minni en hinir og varð undir. Sambúðin við aðra fiska virðist ganga vel, þeir eru helst að pönkast hver í öðrum. Ég var að vonast til að út úr þessum 5 (núna 4) fiskum kæmi par, og þá mundi ég láta hina frá mér ef þyrfti.
Hef lesið að þeir næri sig ekki í sambúð með frekari fiskum, en þeir virðast nú vera einna frekastir við fóðrun hjá mér. (miðað við Sverðdragapar, Molla, SAE og Kardínála), corydoras og brúsknefjar eru auðvitað ekkert vandamál og ljúfir sem lömb. Ég gef mest frosið fóður sem þeir tæta í sig. Vona bara að þetta eigi eftir að ganga vel áfram, þeir eru ekki komnir í fulla stærð enn að ég tel.
Ég geri ca.40% vatnsskipti vikulega og er með slatta af rótum í búrinu.
Já endilega notum þennan þráð fyrir dvergsíklíður - ég er voða spenntur fyrir þeim þessa dagana...
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena
Re: German Blue Butterfly
með þessa búrfélaga muntu aldrei koma upp seiðum. Í náttúrunni hrygna þeir í byggðum þar sem seiðin yfirgefa foreldra sína og torfa sig saman með öðrum seiðum af mismunandi aldri svo foreldrarnir munu líka éta seiðin þegar þau eru búin að vera frísyndandi í nokkra daga
Re: German Blue Butterfly
já ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mun ekki koma neinu á legg við þessi skilyrði, fái ég þá á annað borð til að hrygna. En nái ég að fá par út úr þessu get ég breytt til ef mér sýnist svo.
Annars eru þetta líflegir og fallegir fiskar og það er nú aðalmálið núna - hvað svo sem verður....
Annars eru þetta líflegir og fallegir fiskar og það er nú aðalmálið núna - hvað svo sem verður....
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena