Ég er með ljósastæðu með t5 perum yfir búrinu hjá mér og það er plasthlíf sem varnar raka að perustæðunum ca 90 cm löng 30 á breidd sem er brotin og ég er að spá í hvar ég get látið saga svoleiðis fyrir mig og hvað svoleiðis er kallað,Plexy kanski?
Ég veit að það er plexy í keflavík en var að velta fyrir mér hvar ég gæti fengið svona í Reykjavík.Það eru 6 t5 í stæðunni svo hún hitnar töluvert svo kanski ætti ég að nota gler en það gæti ekki verið þykkara en 4mm til að passa í rennuna og ég er að velta fyrir mér hvort 90 cm 4mm sé ekki soldið riskí.
Ég væri þakklátur ef einhver hér gæti gefið mér ráð.
ég get sagað fyrir þig 3-4mm krossviðarplötu í þessari stærð ef þú vilt prófa það. Venjulegur birkikrossviður. Ætti svosem að þola raka en gæti verpst eitthvað.
Takk Andri en þetta er undirhlíf fyrir perurnar,ég setti nokkrar myndir til að þið áttið ykkur betur á þessu,það er rauf sem plasthlífinni er rennt í og hlífin er mjög þunn,hefur alltaf svignað og ég hef alltaf farið ofurvarlega en þetta er mjög gamalt ljós sem ég keypti notað hér á spjallinu fyrir einhverjum árum af manni sem hafði líka keypt það notað hér á spjallinu, en hefur reynst mér mjög vel.Ég held samt að það verði ekki mikið eldra ef ég redda þessari hlíf ekki fljótlega.
ahh ég skil, sá fyrir mér að þetta væri fyrir ofan perurnar að vernda rafmagnið.
Gætir prófað að heyra í Format/Akron/Merking (búið að sameina þetta allt) og ath hvort þeir eigi eitthvað hentugt efni í þetta. http://www.format.is
Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar Andri ég fer og tala við þá á morgun.Takk líka Elli ég set mig í samband við þig ef það gengur ekki upp hjá format.