Held að titillinn segi það sem segja þarf.
Er að leita að svörtum sandi til að setja í fiskabúr. Sand eða fína möl.
Hvar get ég fundið svartan sand?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvar get ég fundið svartan sand?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Re: Hvar get ég fundið svartan sand?
Jakob það er fyrirtæki sem heitir Gólflagnir og eru staðsettir uppá Stórhöfða 22. Þeir eru með allar gerðir af sandi i öllum kornastærðum sem henta vel i fiskabúr. Hafðu samband við þá og þeir redda þér. Simin þeirra er 5641740.
Kv
Ólafur
Kv
Ólafur
Re: Hvar get ég fundið svartan sand?
ég hef verið að nota sand frá BM-Vallá í mín búr og finnst hann fínn
Re: Hvar get ég fundið svartan sand?
btw ef þú ert að pæla í fyrir skötuna þá myndi ég frekar mæla gegn því. Það er fallegra en mikið ópraktískara fyrir skötur...
Mínar þrifust mikið betur í bare bottom.
Mínar þrifust mikið betur í bare bottom.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Hvar get ég fundið svartan sand?
Skatan þreifst vel í mölinni sem ég var með sem var frá BM vallá og nokkuð gróf. Búrið er bert eins og er og mér finnst það alls ekki vera málið þar sem að það er ætlað sem stofustáss. Skatan ætti að þrífast ágætlega í sandi skilst mér. Liturinn varð líka mun meira "faded" eftir að ég tók sandinn.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Re: Hvar get ég fundið svartan sand?
Ég er með blandað búr: tetrur, gúramar, dvergsíkliður, gróður o.s.frv.
Á dögunum fór ég á Kjalarnes og sótti þangað fjörusand. Er hann nokkuð hættulegir heilsu fiskanna ef ég skola svakalega vel og sýð? Minni að ég hafi lesið það.
Á dögunum fór ég á Kjalarnes og sótti þangað fjörusand. Er hann nokkuð hættulegir heilsu fiskanna ef ég skola svakalega vel og sýð? Minni að ég hafi lesið það.