Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by elliÖ »

Langar að vita hvað á maður að hafa margar perur í þessu er að spá í að hafa 80w t5 síða er ég að spá hvort ég ætti að hafa lokð úr plasti eða krosvið endi lega komentið þið einhvað á þetta allar ábendingar vel þegnar hendi inn myndum af ferlinu þega þetta fer af stað
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Squinchy »

Ég myndi skjóta á 3 - 4 perur fyrir normal all around búr, 6 - 8 perur fyrir gróður búr

plastið á það til að verpast og verða stökkt með tímanum, vel lokaður viður er að fara endast mjög lengi
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Sibbi »

Squinchy wrote:Ég myndi skjóta á 3 - 4 perur fyrir normal all around búr, 6 - 8 perur fyrir gróður búr

plastið á það til að verpast og verða stökkt með tímanum, vel lokaður viður er að fara endast mjög lengi
Úr hvernig við þá Squinchy?
Mér hefur fundist þessi viðarlok sem ég hefi séð vera svo ljót, einmitt verpast og málning flagna af.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Squinchy »

t.d. krossvið

viðurinn verpist ef raki kemst að honum og málningin flagnar þegar menn reyna að spara nokkra þúsundkalla með því að sleppa því að grunna viðinn

skrúfa saman
rúna kannta ef maður vill
sparsla og pússa
grunna og svo mála
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by keli »

Jamm. Mikilvægt að nota *góða* málningu til að loka krossviðnum og vinna viðinn rétt og vel til þess að það komist hvergi raki að.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Sibbi »

Þetta passar algjörlega hjá ykkur, því að í þessum tilfellum sem ég man eftir var ákaflega vesaldarleg málning, krissviður og vatnsvari (þetta þunna piss :) ) á einu þeirra.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by stebbi »

já og ekki treysta í blindni á ráðleggingar málningadeildarstarfsmanna ég keypti grunn og voða fína málningu og málaði 3 umferðir með þessari fínu málningu sem ég man ekki lengur hvað heitir. Núna er lokið mitt allt útþanið og ljótt afþví að raki fer hreinlega í gegnum málninguna.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by mundi74 »

Ég mundi prófa að nota línolíu, kaldpressaða, og reyna að metta viðinn mjög vel með nokkrum umferðum. Allavega á innanvert lokið, þar sem rakinn er mikill.

Línolía er olía pressuð úr hörfræjum, er náttúruleg og virkar afskaplega vel.

Sé hún hrein og án þurrkefna (sem eru úr þungmálmum!) er hún að vísu mjög lengi að þorna.

Eins getur verið erfitt að ná viðloðun með þekjandi málningu hafi verið grunnað með línolíu því línolían er svo feit.

En sem vörn á krossvið þar sem raki verður mikill er hún frábær.
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Squinchy »

Fín fyrir skurðarbrettin í eldhúsinu og lok sem eru byrjuð að bolgna

fyrir nýtt lok þá væri best að fara í góðan grunn, málningu og margar umferðir, getur einnig verið sterkur leikur að renna létt yfir með sandpappír milli umferða
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
StefanG
Posts: 3
Joined: 24 Nov 2013, 02:18
Location: 113 Reykjavík

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by StefanG »

Til að fá góðan grunn þá blandaru línolíu út í olíugrunn og þarft að passa að metta vel viðinn af grunni og strúka svo í burtu með penslinum það sem súmpar ekki inn í viðinn.
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by elliÖ »

það er búið að ákveða að fara í plastið það verða notaða 10mm iðnaðar plötur í þetta síða kemur bara í ljós hvernig þær fara hef góða reynslu af þeim
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Sibbi »

:góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by elliÖ »

jæja þá er þetta loksins komið af stað skelli inn nokkrum myndum
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Sibbi »

Já SÆLL, flott skal það vera kappi :góður:
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Er að fara græja lok á 530 lítra búr

Post by Sibbi »

Hún er nú komin til ára sinna vindan þarna :lol:
Post Reply