Co2 spurningar

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Birgir Ö
Posts: 37
Joined: 01 Jan 2008, 21:44

Co2 spurningar

Post by Birgir Ö »

Er búinn að vera bralla aðeins með gróður í búrinu hjá mér, með ekki nógu góðum árangri svo ég bætti við diy co2.

en nú hef ég verið að spá hvort sé betra að vera með diffuser sem safnar gasinu eða sem gerir littlar loftbólur

Image
Image

Og er e-ð annað sem ég get gert til að fá meiri vöxt í búrið er með 15w t8 og um 15w af led, er svo að gefa tetra plantamin
Birgir Örn
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Co2 spurningar

Post by keli »

Það skiptir ekki öllu máli hvernig diffuserinn er ef loftbólurnar leysast upp áður en þær ná að yfirborðinu. Passaðu bara að setja ekki of mikla næringu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birgir Ö
Posts: 37
Joined: 01 Jan 2008, 21:44

Re: Co2 spurningar

Post by Birgir Ö »

loftbólurnar virðast nær allar ná yfirborðinu einhver ráð við því
Birgir Örn
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Co2 spurningar

Post by keli »

diffuser.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Co2 spurningar

Post by snerra »

http://www.jbl.de/en/aquatics-freshwate ... fun-extend

Þessi er til í Fiskó að mig minnir á viðráðanlegu verði
Birgir Ö
Posts: 37
Joined: 01 Jan 2008, 21:44

Re: Co2 spurningar

Post by Birgir Ö »

ég er með svona gler diffuser eins og seinni myndin sem ég setti inn, ætti ég þá að skipta honum út?
Birgir Örn
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Co2 spurningar

Post by snerra »

ég myndi nota þennan gler diffuser áfram
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Co2 spurningar

Post by Birkir »

áþekkt viðfangsefni, svo ég vona að ég sé ekki að afvegaleiða þennan ágæta þráð.
En hvað með litlu plastjúnitin sem fást m.a. í Dýraríkinu, sem maður setur töflur í til að veita co2 í búrið? Er það praktískt og virkar vel? Eða er hér um reddingu að ræða sem kostar of mikið (kaup á nýjum töflum) þegar litið er til lengri tíma?

Þess ber að geta að ég er ekki með skáp undir mínu búri sem torveldar að koma fyrir kútum, tunnum og öðrum fyrirferðarmeiri græjum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Co2 spurningar

Post by Squinchy »

Það eru til litlir 500gr kútar sem endast vel í nokkra mánuði á áfyllingu og líta bara vel út hliðina á standinum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Co2 spurningar

Post by Birkir »

Squinchy wrote:Það eru til litlir 500gr kútar sem endast vel í nokkra mánuði á áfyllingu og líta bara vel út hliðina á standinum
Er þessu beint til mín? Ef svo er, viltu setja inn myndir, verð o.fl. svo ég geti kynnt mér þetta betur? Ég geri ráð fyrir að þetta sé græja sem Dýralíf er með.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Co2 spurningar

Post by Squinchy »

Pantaði þetta sett nr.2 í gróður búrið sem er í Dýralíf Co2 fyrir 200L búr, Co2 fyrir 500L búr, pantaði mér einnig svona 500g kút fyrir bjórdælu sem ég var með í stofunni

smekklegur kútur þegar límmiðinn er farinn af :)

Man ekki hvað þetta sett kostar, get kannað það í næstu heimsókn í Dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Co2 spurningar

Post by Agnes Helga »

Jökull, er svona sett til fyrir 85 L búr og hvað kostar það? Er hægt að kaupa áfyllingar?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply