Alltaf einhverjar breytingar í gangi hjá manni. Fiskabúralistinn er heldur búin að breytast síðan seinast.
Annars er ég með 450 L búr með amerískum síklíðum og fleiru.

Íbúarnir eru: lútínó óskar, black belt, vieja synspilum, geophagus braziliens, súkkulaði síklíða, 2x silver dollars, 2x gullfiskar og 5x malawi seiði.

Lútínó óskar sem ég fékk hjá vargnum, bara æði
85L gróðurbúr í vinnslu. Einu íbúarnir eru dverg gúrami og ancistra enn sem komið er. Gróðurinn er samansafn af einhverju sem ég man ekkert hvað heitir, afleggjarar héðan og þaðan
150L malawi búr með 9x yellow lab og 4x demansoni.
