54 L búr standsett og látið ganga í 10 daga, þar af 7 með einhverju svona efni sem á að flýta fyrir cyrklun. Er búin að lesa mikið bæði hér á fiskaspjallinu og google og sá að sumir segja að það sé óhætt að setja fiskana strax meðan aðrir vilja bíða lengur svo ég valdi að fara milliveginn.
Var með sverðdraga fyrir nokkrum árum og ákvað því að prófa þá aftur.
Keyptir voru 6 sverðdragar, 1 karl og 5 kerlingar (eða þannig átti það að vera).
Ein rauð stór kerling ca. 7-8cm
Appelsínugul kerling, aðeins minni en sú rauða ca. 6-7 cm
Svört kerling ca. 6-7 cm
Græn kerling ca. 5-6 cm
Rauð og svört flekkótt kerling ca. 5-6cm
Rauður wagtail karl
2 litlar ryksugur
Karlinn eltir bara rauðu og appelsínugulu kerlurnar og dansar í kringum þær. Flótlega fór hann að böggast stöðugt í þeirri grænu, var ekki að dansa í kringum hana heldur hrein árás.
Stóra rauða heldur sé mikið til hlés annað hvort inni í hellirnum eða hangir efst uppi í búrinu. Hún var bústin þegar hún kom en gaut sennilega stuttu eftir komuna í búrið en það sást samt ekki tangur né tetur af þeim seiðum. Núna er hún frekar horuð en etur samt vel. Engin fiskur böggast í henni hún er greynilega efst í goggunarröðinni.
Eftir að sú rauða gaut og horaðist einbeitti karlinn sér alfarið að því að dansa fyrir þá appelsínugulu og böggaðist jafnvel enn meir í þessari grænu.
Græna kerlingin er samt frekar töff og heldur sig ekkert til hlés nema rétt á meðan karlinn böggar hana. Ég ákvað samt að prófa að taka karlinn og setja í sér búr til að hvíla grænu og appelsínugulu kerlinguna.
Nú eru undir og stórmerki að gerast, appelsínugula kerlingin sem ég hélt að væri að fara gjóta bráðlega þar sem hún var orðin nokkuð bústin, er að breytast í karl það er komin pindill og sverð að byrja vaxa. Ég hef lesið um þetta en varla trúað því. Og sú græna virðist líka vera karl, ég var reyndar í vafa með hana þar sem gotraufar ugginn var eiginlega hvorki þríhyrningslaga né eins og pindill (mætti kannski segja að ugginn væri þríhyrningslaga en samt eins og hann endaði í pindli) en þar sem hún var farin að fitna þá gerði ég ráð fyrir að það væri kerling en á móti þá var karlinn alltaf að atast í henni/honum þannig ég var í miklum vafa.
Sú flekkótta er eins og þessi græna er líka með svona gotraufar ugga en hún heldur sig mikið til hlés þessa dagana.
Það lítur því út fyrir að ég sé með 4 karla og tvær kerlingar :/
Það er nokkuð augljóst að ég horfi mikið á fiskabúrið og fjölskyldan gerir grín að nýja sjónvarpinu mínu en ég hef ótrúlega gaman af því að skoða atferli og hegðun fiskanna.
Ein spurning
Eru kynskiptingarnir frjóir?
Gotfiskabúrið mitt
Re: Gotfiskabúrið mitt
Magnað
Ég var einmitt búinn að eiga Black Molly kerlu sem svo allt í einu varð karl!! Það er sem mig minni að hún hafi gotið áður en hún breyttist.
Hvort hún gagnast sem karl veit ég ekki.
Ég var einmitt búinn að eiga Black Molly kerlu sem svo allt í einu varð karl!! Það er sem mig minni að hún hafi gotið áður en hún breyttist.
Hvort hún gagnast sem karl veit ég ekki.
_________________
90l Fluval Roma
54l Rena
90l Fluval Roma
54l Rena
Re: Gotfiskabúrið mitt
Einn af plattý sem ég keypti (ég andmælti dýrabúðsdömunni að hún væri hún) var "falin" karl. Er með plattý seiði núna sem eru 2 mánaða og ég sé "dindla" á sumum þeirra en plattýin sem ég keypti "hún/hann" var fullvaxinn kringum árs gamall . Já fiskurinn var með þríhyrning eins og kerling en var með totu á endanum sem ég þekkti sem dindill.. Ekki í fyrsta sinn sem ég hef séð þetta en keypti hana/hann samt því fiskurinn er með sjálfgæfan lit . Og viti menn eftir 1 mánuð í búrinu mínu þá hvarf þessi þríhyrningur og hann kom í ljós bara stór dindill og hegðun bara karlkyns og tek það fram að "hann" er tvöfalt stærri eða meir en hans gotbræður .
En þetta er ekkert nýyrði.. Platty og þessir fiskar í þessari fiskategund , molly, sverðdragar og platty eiga það til að skipta um kyn alveg frá kvenkyni til karlkyns ..
Þeir eru ekki viss um hvað veldur þessu , sumir segja að ef kerlinginn er ignoruð lengi þá breytir hún um kyn..
En hef mína kenningu um þetta, þetta er mín kenning en þar sem ég keypti "hann" með gotbræðrum sínum. Það er að sumir karlar hafa í sér gen sem seinkar hormónum sem sýnir hvaða kyn þeir eru og því sýnir flipinn sig ekki nema sem lítil tota eða mislitun og lætur það líta út sem að "hann er hún" .
Í stað þess að vera hangangi í kerlingunum og eyða orku í það og hætta að stækka þá eru þeir að éta og fita sig up og þegar þeir eru fullvaxnir þá virðast þeir skipta um kyn. Eru stærri og föngulegri fyrir kerlingarnar og því auka líkurnar sínar á að kerlingarnar eru meira viljugri til að hleypa þeim að. Þó skil það ekki því ég hélt að þeir gráðugustu og ágengustu væru þeir sem feðruðu .
En þetta er ekkert nýyrði.. Platty og þessir fiskar í þessari fiskategund , molly, sverðdragar og platty eiga það til að skipta um kyn alveg frá kvenkyni til karlkyns ..
Þeir eru ekki viss um hvað veldur þessu , sumir segja að ef kerlinginn er ignoruð lengi þá breytir hún um kyn..
En hef mína kenningu um þetta, þetta er mín kenning en þar sem ég keypti "hann" með gotbræðrum sínum. Það er að sumir karlar hafa í sér gen sem seinkar hormónum sem sýnir hvaða kyn þeir eru og því sýnir flipinn sig ekki nema sem lítil tota eða mislitun og lætur það líta út sem að "hann er hún" .
Í stað þess að vera hangangi í kerlingunum og eyða orku í það og hætta að stækka þá eru þeir að éta og fita sig up og þegar þeir eru fullvaxnir þá virðast þeir skipta um kyn. Eru stærri og föngulegri fyrir kerlingarnar og því auka líkurnar sínar á að kerlingarnar eru meira viljugri til að hleypa þeim að. Þó skil það ekki því ég hélt að þeir gráðugustu og ágengustu væru þeir sem feðruðu .
Re: Gotfiskabúrið mitt
Ég er búin að sitja yfir netinu og googla.
Það voru aðallega tvær kenningar í gangi,
1. þegar það voru eintómar kerlingar þá breytti ein sér í karl til að viðhalda stofninum.
2. kerlingar sem urðu fyrir miklum ágangi karla tóku sig til og breyttust í karla en bara í útliti og hegðun, voru s.s. ekki frjóir karlar.
Seinni kenningin gæti passað við kerluna mína þar sem karlinn var stöðugt að böggast í henni.
Græna "kerlingin" var örugglega aldrei kerling heldur late bloomer, með svona gotraufar ugga með totu á endanum.
En sú appelsínugula var kerling með gravit spot og karlinn stöðugt að dansa í kringum hana. Karlinn er reyndar enn öðru hvoru að reyna en shemale (sá að sumir kölluðu þessar transkerlingar shemale) ræðst reglulega á hann og rekur í burtu.
Það voru aðallega tvær kenningar í gangi,
1. þegar það voru eintómar kerlingar þá breytti ein sér í karl til að viðhalda stofninum.
2. kerlingar sem urðu fyrir miklum ágangi karla tóku sig til og breyttust í karla en bara í útliti og hegðun, voru s.s. ekki frjóir karlar.
Seinni kenningin gæti passað við kerluna mína þar sem karlinn var stöðugt að böggast í henni.
Græna "kerlingin" var örugglega aldrei kerling heldur late bloomer, með svona gotraufar ugga með totu á endanum.
En sú appelsínugula var kerling með gravit spot og karlinn stöðugt að dansa í kringum hana. Karlinn er reyndar enn öðru hvoru að reyna en shemale (sá að sumir kölluðu þessar transkerlingar shemale) ræðst reglulega á hann og rekur í burtu.
Re: Gotfiskabúrið mitt
þetta endaði á því að ég var með 5 karla og eina kerlingu.
græna, flekkótta og svarta voru bara late bloomer karlar en sú appelsínugula var trans
græna, flekkótta og svarta voru bara late bloomer karlar en sú appelsínugula var trans
Re: Gotfiskabúrið mitt
Þetta hafa bara verið ungir karlar, ekki komnir með pindil eða sverð.
Ungir sverðdraga karlar líta svipað út og kerlingar.
Ungir sverðdraga karlar líta svipað út og kerlingar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Gotfiskabúrið mitt
já þessi svarti, græni og flekkótti voru örugglega karlar en sá appelsínuguli var með gravid spot þegar ég fékk hana/hann :/