Var með sverðdraga fyrir nokkrum árum og ákvað því að prófa þá aftur.
Keyptir voru 6 sverðdragar, 1 karl og 5 kerlingar (eða þannig átti það að vera).
Ein rauð stór kerling ca. 7-8cm
Appelsínugul kerling, aðeins minni en sú rauða ca. 6-7 cm
Svört kerling ca. 6-7 cm
Græn kerling ca. 5-6 cm
Rauð og svört flekkótt kerling ca. 5-6cm
Rauður wagtail karl
2 litlar ryksugur
Karlinn eltir bara rauðu og appelsínugulu kerlurnar og dansar í kringum þær. Flótlega fór hann að böggast stöðugt í þeirri grænu, var ekki að dansa í kringum hana heldur hrein árás.
Stóra rauða heldur sé mikið til hlés annað hvort inni í hellirnum eða hangir efst uppi í búrinu. Hún var bústin þegar hún kom en gaut sennilega stuttu eftir komuna í búrið en það sást samt ekki tangur né tetur af þeim seiðum. Núna er hún frekar horuð en etur samt vel. Engin fiskur böggast í henni hún er greynilega efst í goggunarröðinni.
Eftir að sú rauða gaut og horaðist einbeitti karlinn sér alfarið að því að dansa fyrir þá appelsínugulu og böggaðist jafnvel enn meir í þessari grænu.
Græna kerlingin er samt frekar töff og heldur sig ekkert til hlés nema rétt á meðan karlinn böggar hana. Ég ákvað samt að prófa að taka karlinn og setja í sér búr til að hvíla grænu og appelsínugulu kerlinguna.
Nú eru undir og stórmerki að gerast, appelsínugula kerlingin sem ég hélt að væri að fara gjóta bráðlega þar sem hún var orðin nokkuð bústin, er að breytast í karl

Sú flekkótta er eins og þessi græna er líka með svona gotraufar ugga en hún heldur sig mikið til hlés þessa dagana.
Það lítur því út fyrir að ég sé með 4 karla og tvær kerlingar :/
Það er nokkuð augljóst að ég horfi mikið á fiskabúrið og fjölskyldan gerir grín að nýja sjónvarpinu mínu

Ein spurning
Eru kynskiptingarnir frjóir?