Bara að forvitnast, hef varla séð þessa fiska til sölu í gæludýrabúðum. Þætti vænt um að vita hvort einhver er að rækta svo ég get haft þá bak við eyrun hvert á að fara til að fá kannski nokkra fiska svona upp á gamla fortíð.
Þetta voru mínir fyrstu fiskar, fékk fiska frá ömmu og búr sem hún hafði verið með í 20 + ár þegar ég var sex ára.. var líklegast original óblandað villtir því ég hef ekki séð svona smágúbbia síðan þá. Útlitslega hef ég sakleysilega neitað að kaupa þessa blendinga þessi fáu skipti sem ég hef séð þá til sölu í nokkrum gæludýrabúðum og furðulegast bara síðastliðin 3 ár spottað þessa tegund til sölu þegar ég hef verið að skoða. (hef alltaf að verið að leita af eins og mínir voru en því miður eru þeir ekki til eða ófáanlegir)
Missti allt mitt þegar ég var sjö að verða átta því ég keypti sýkta kerlingu (hún var með dropsy víst) Frá litlu gæludýrabúðinni , hún var víst eitthvað einmana ein í búri hjá honum og ég vorkenndi henni í mínu sakleysi. Gamli kallinn þarna var ekkert að pæla hvað hann var að selja litlari stelpu sem var að kaupa fisk fyrir vasapeninga sína, en að vísu bað hann mig afsökunar á þessu þegar ég sagði honum að ég missti 30 plús fullvaxna og 40 unga. Og bauð mér gullfiska í staðinn já gullfiska << .
(Ég gaf af vísu alltaf ungfiska mína nema það sem ég hélt eftir fyrir ræktun og furðulega þegar ég leitaði til aðra sem fengu ungfiska frá mér þá neituðu þeir mér að fá jafnvel seiði nema að ég keypti af þeim.)
Endler eða villtur gúbbi er einhver að rækta.
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
Re: Endler eða villtur gúbbi er einhver að rækta.
Tjorvarver með endler
Re: Endler eða villtur gúbbi er einhver að rækta.
Það eru nokkrir endlerar í búrinu mínu.
Re: Endler eða villtur gúbbi er einhver að rækta.
Dropsy er ekki (bráð)smitandi og kemur stundum upp t.d í nýuppsettum búrum eða búrum sem
ekki er mikið hugsað um, t.d í sambandi við vatnsskipti.Ammontíak og Nitrat hátt..
þannig að mér finnst það frekar líklegra heldur en nýji fiskurinn
sem var keyptur.
ég hef verið að dunda mér við að rætka endler í einhvern tíma
Tiger endler by Elma_Ben, on Flickr
ekki er mikið hugsað um, t.d í sambandi við vatnsskipti.Ammontíak og Nitrat hátt..
þannig að mér finnst það frekar líklegra heldur en nýji fiskurinn
sem var keyptur.
ég hef verið að dunda mér við að rætka endler í einhvern tíma
Tiger endler by Elma_Ben, on Flickr
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Endler eða villtur gúbbi er einhver að rækta.
Þessi er aldeilis spes, man ekki eftir svona litum , mjög flottur.