Það eru nokkrar tegundir af plöntum í búrinu núna:
anubias nana (má ekki alveg örugglega planta henni í mölina?)
vallisneria asiatica
hygrophila polysperma
bacopa amplexicaulis
Samkvæmt google þá eiga þetta að vera frekar auðveldar plöntur. Eru einhverjar
fleiri tegundir sem þið mælið með? væri mikið til í einhverjar rauðleitar.
Gróðurnæring - mér var seld næring frá Tetra sem heitir initial sticks, er eitthvað vit í þessari næringu?
ég á eftir að setja hana niður, hann sagði að ég ætti að stinga henni niður með rótunum.
Fiskar -
ég stóðst ekki mátið og keypti tvo colisa lalia, rauðan og bláan.
Eftir smá googl um þá sé ég að þeir séu frekar árásagjarnir? fúlt þar sem ég spurði sérstaklega um það í búðinni

Langar svolítið til að hafa einhverja fallega torfu af fiskum með, kannski einhverja sem
eru ekki algengir, einhverjar uppástungur?
Indian glass fish, hefur einhver hér átt svoleiðis og getur frætt mig um hvernig þeir hafa komið út?
Mig langar svolítið til að hafa einhverja fallega gotfiska í búrinu, eru einhverjir betri en aðrir með gróðri?
Ætlunin er svo að fá nokkra kuhli ála, en enn og aftur samkvæmt google þá þarf maður að leyfa búrinu að jafna
sig í allavega mánuð

Hvaða botnhreinsifiska væri sniðugast að hafa? var að hugsa um corydoras, verða þeir allir jafn stórir og er hægt að blanda
mismunandi týpum saman?
Kkv.
Hrafnhildur