Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Sennilega kynferðislega örvuðustu dvergsíkliður landsins, dömur og herrar. Og er það vel.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Corydoras tóku að sér að éta þetta svo þeir eru farnir. En það sleppur því cacatuoides hrygndu seinnipartinn í gær
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Panduro komnar með hrogn, vonandi komin seiði þegar ég kem heim úr páskafríi
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Og hin hrygnan í cacatuoides tríóinu hrygndi í gær. Ég þarf að fara að múta tengdó til að fá fleiri búr hehe
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Hvurslags eðlun er eiginlega á þínum bæ? bara allt á fullu.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Stöðugur vöxtur í fiðrildasíkliðunum, mörg hver farin að fá svart í bakuggann, cacatuoides komin með eitthvað um 30 stykki frísyndandi seiði, sé ekkert í panduro búrinu en reikna með að það þroskist eðlilega þar sem hrygnan passar enn upp á hellinn
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
RagnarI wrote:Seiðin í morgun
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Flott búrin þín og skemmtilegur þráður.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Takk fyrir það, Cacatuoides hrygnan sem var með seiðin slasaði sig á einhverju og andaðist.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
jæja, eftir að ég kom frá Taílandi ákvað ég að gera miklar breytingar, losaði mig við cacatuoides parið sem eftir var og Panduro parið var með seiði þegar ég kom heim. seiðunum fækkaði síðan og úr varð að eitt er eftirlifandi. Hængurinn drapst svo ég færði hrygnuna og seiðið yfir í 180 lítra búrið. Í dag keypti ég svo nýjan hæng. Hrygnan sem er búin að vera grá og litlaus varð strax heiðgul og ég hef ekki séð þau í allt kvöld, fyrir utan smá mokstur fyrir utan eina kókoshnetuna.
hér er svo mynd af seiðinu sem ég náði áðan
hér er svo mynd af seiðinu sem ég náði áðan
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Það er aldeilis frjósemin hjá þér!
Hvað varstu að gefa seiðunum?
Af hverju eru fiskarnir samt að drepast svona hjá þér? Einhver veiki búin að vera hjá þér?
Hvað varstu að gefa seiðunum?
Af hverju eru fiskarnir samt að drepast svona hjá þér? Einhver veiki búin að vera hjá þér?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Engin greinileg veiki panduro hængurinn var búinn að vera skrýtinn frá því ég fékk hann en mér þykir liklegt að hrygnan hafi gengið of nærri honum i seiðauppeldinu og cacatuoides hrygnan hefur slasað sig á einhverju við að verja seiðin og stressið yfir þeim valdið því að það greri ekki
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Ég held með þessu búri, alltaf gaman að fylgjast með.
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Sæll, ertu ekki með diy co2 system? Ef svo ertu með eitthvað við það til að stöðva co2 streymið yfir nóttina?
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
nei, er bara með litinn powerhead sem ég færi upp að yfirborðinu á nóttunni en er annars dýpra í búrinu
- kiddicool98
- Posts: 907
- Joined: 04 Sep 2008, 16:13
- Location: 104 rvk
- Contact:
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Ekkert smá flott Hvar nærðu í íslenskan ármosa?
kristinn.
-----------
215l
-----------
215l
Re: Dvergsíkliðuþráður Ragnars
Þetta er nú orðið þriggja ára þráður og ég ekki búinn að vera með fiska í ár núna. En hann var held ég tekinn úr Varmá í Mosfellsbæ ef ég man rétt, finnst í mjög mörgum ám samt