Takk fyrir þetta Keli. Ég spurði einmitt vegna þess að mig langaði að vita hvort einhverjir dýralæknar í mínu hverfi eða nálægt væru með þetta fóður. Mér hugnast að hjóla eða ganga og sækja matinn frekar en að fá lánaðan bíl eða strætóast langt. Það er bara ekki jafn notalegt og hresst. Ég endaði samt í hallæri í Víðidalnum og keypti matinn þar. Sem er allt of langt í burtu.
Kannski að einhver viti um dýralækni í Laugardalnum/Laugarnesinu/Miðbænum/Vogunum/Heimunum sem selur svona?