
Rakst á þennan fína Juwel skáp í góða hirðinum og fór hugurinn strax á flug
Planið er að taka hann í sundur og sprauta hvítan, málin á þessum standi eru 61L, 71H og 41B og verður búrið eftir þeim málum nema 45 á hæð og er von á glerinu í lok vikunar
Svona er planið eins og er, á eftir að koma í ljós hvort það kemur lok ofan á það eða hangandi ljós


svo þar sem þetta er svona rosalega stórt búr og mikið pláss í skápnum (smá kaldhæðni) þá er ekki annað hægt en að setja yfirfall og sump í þetta verkefni
fékk þessi fínu 3/4" gegnum tök í vatnsvirkjanum og góða byrjun af pvc dótinu, 3 göt, 1 fyrir return, 1 fyrir full syphon og þriðja fyrir backup yfirfall