Hlutfall Yellow Lab

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Hlutfall Yellow Lab

Post by Zenwork »

Er að velta fyrir mér nokkrum atriðum.
Spyr sá sem ekki veit.

Yellow Lab
Er með slatta af Yellow lab.
Er að velta fyrir mér hvað er ákjósanlegasta hlutfallið. þ.e. fjöldi karla á móti kellum ( Er að vonast eftir seiðum )

Svo er ég með nokkra maingano og allt á fullu hjá þeim. Mikið um læti / eltingar og karlinn er alltaf að hrista sig ( víbrar ).
Er þetta ekki merki um ástarleiki eða ?

Ef svo er og þau fella hug saman þá er spurningin hvenær búast má við hrognum / seiðum
Þarf að færa kellur yfir í annað búr o.e. láta þetta bara koma á sjálfum sér.
Hef lesið um alls kyns aðferðir við þetta sem mér hreinlega líst ekki á.

Væri til í að fá smá comment frá ykkur snillingum varðandi þetta ...

B.kv.
Einn bjarsýnn..
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hlutfall Yellow Lab

Post by Sibbi »

Ég er ekki einn af snillingunum, en get kanski eitthvað sagt.
Þetta eru hvortveggja munnklekjarar, kellan hrygnir, kk spreyjar yfir og kellan tekur hrognið uppí sig, og svo kol af kolli.

Mangano karlinn er greinilega að gera hosur sínar grænar fyrir kellunni, en það er alveg happ og glapp hvenar eitthvað verður úr þessu hjá þeim, það er allavega mín reinsla.

Munnklekjara kerlingar þarf ekkert að færa yfir í annað búr fyrr en það er verilega farið að sjá á undirhökunni, og þarf ekkert að færa hjá sumum fiskum, ég mundi taka þessar kellur frá þegar sá tími kemur, ef hann kemur :) .

Mér persónulega hefur fundist best að hafa bara einn karl, og Mangano bara 1 par.

það koma sjálfsagt fl. með sínar reynslur hér inn, þannig að þú ættir að vera eftir að moða úr einhverju :)
einars
Posts: 24
Joined: 05 Oct 2009, 21:00

Re: Hlutfall Yellow Lab

Post by einars »

Ég hef verið með yellow lab í mörgr ár og það skiptir litlu máli hvert kynjahlutfallið er. Ég hef verið með eitt par og upp í 25 stk og allt þar á milli. Það eru einhver slagsmál á milli hænganna en í lokin er það yfirleitt einn sem hrygnir og hinir eru ekkert illa farnir eftir slaginn. Yellow lab eru hins vegar oft lengi að komast í gang eru oft orðnir 1-2 ára áður en þeir hrygna en síðan eru þeir auðveldir. Kellurnar eru mjög góðar mæður og óhætt að láta þær vera í safnbúri fyrstu þrjár vikurnar eftir hrygningu (mínar halda reyndar í fjórar vikur eða lengur) og þá kippa þeim í lítið sérbúr og leyfa þeim að sleppa (eða tæma þær með handafli). Á yellow lab er hægt að sjá hvenær kellurnar eru tilbúnar því þá gengur gotraufin niður og er þá mjög stutt í hrygningu (þetta á við um flestar malawi en t.d. erfiðara sjá þetta á maingano).

Maingano hef ég haft í ca 3 ár. Ég byrjaði með tvo hænga og þrjár hrygnur sem fljótt urðu einn hængur og þrjár hrygnur...Ekkert gerðist svo ég bætti við nokkrum stykkjum og er nú líklega með 5 hænga og 9 hrygnur (að vísu mjög erfitt að kyngreina þá) og þeir hrygna reglulega og engin vandamál. Þ.a. ég mæli með stórum hóp því þessi fiskur er miklu grimmari innbyrðis heldur en yellow lab. Hins vegar hefur öðrum tekist vel með eitt par svo það eru engar reglur í þessu. Hins vegar mjög gott að hafa nokkra felustaði í búrinu til að hvíla fiska sem eru undir álagi...

kveðja,
einar
Post Reply