Að rækta Microworms

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Að rækta Microworms

Post by RagnarI »

Microormar eru mjög gott seiðafóður og auðvelt að rækta í miklu magni Þegar Þú hefur orðið þér úti um afleggjara af rækt tekurðu eftirfarandi skref:

1. Fáðu þér frekar djúpt glært ílát með loki (með loftgötum að sjálfsögðu)
2. gerðu þykkan hafragraut (án salts) og klesstu í botninn á ílátinu og láttu grautinn kólna niður í herbergishita
3. dreifðu smávegis af þurrgeri yfir grautinn og láttu nokkra dropa af vatni út á til að virkja gerið
4. settu Microormana út á grautinn og lokaðu ílátinu
5. bíddu í 3 daga, þegar þú ætlar að gefa er gott að setja dolluna ofan á ljósið á fiskabúrinu, þá skríða ormarnir upp á veggina á ílátinu, skafðu þá af veggjunum með tannstöngli og gefðu þá í seiðabúrið
svona lítur 5 daga rækt út hjá mér
https://www.youtube.com/watch?v=cT4k9R_MVtE
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Að rækta Microworms

Post by Sibbi »

:góður:
Post Reply