Ég ætla að gerast svo bjartsýn að óska eftir fiskabúri í stærri kantinum, helst með öllu því helsta og lágmark 180L, í skiptum fyrir skellinöðru verkefni sem ég hef ekki tíma í.
Naðran er af gerðinni Suzuki TS 50, árg. 1990 og þarfnast þónokkurrar umhyggju. Slatti af aukadóti fylgir, mótorinn snýst en er ekki gangfær.
Ég ætlaði að gera hana upp en get það ekki þar sem ég er með annað stærra og skemmtilegra bílskúrsverkefni sem bíður mín og mig langar ógurlega að endurvekja fiskabakteríuna eftir allt of langan dvala.
Ég set 60þús á nöðruna, sem á eitt ár eftir í fornhjól, og vil helst slétt skipti.
Þessi naðra er tilvalið verkefni fyrir t.d. feðga!
Ég vil ekki fá heimasmíðuð búr.
ÓE fiskabúri í skiptum fyrir skellinöðru verkefni
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli