Test strip 5 in 1

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Test strip 5 in 1

Post by Gunnsa »

Ég var að kaupa svona test strip sem testar pH, KH, GH, NO3- og NO2-
Ég veit EKKERT hvað er gott og hvað er slæmt.. Einhver sem getur útskýrt hvað er æskilegt í hverju fyrir sig og hvernig ég get lagað óæskilegt magn af þessu (og líka hvað þetta allt þýðir :-))

Núna með glænýtt vatn er ég með ca pH 6,4-6,8. KH ca 3. GH ca 3-7. NO3- á milli 50 - 100 og NO2- er 0
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er allt í fínu lagi, NO3 mætti vera aðeins lægra. Eina leiðin til að losna við NO3 er að skipta út vatni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

okay :) Þetta er samt alveg nýtt vatn.. svona 5% gamalt..

Geturu gefið mér nokkuð basic upplýsingar um þetta?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu viss um að þú sért ekki að rugla þessu saman og no2 sé hátt en no3 í 0 ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fiskabúraefnafræði 101

Þegar úrgangur brotnar niður í fiskabúrum skapast fyrst ammónía, svo eru bakteríur sem breyta ammóníu í nítrít (no2) og svo baktería sem breytir nítríti í nítrat (no3). Eina leiðin til að losna við nítrat er að vera með mikið af plöntum sem nýta sér það sem áburð eða skipta um vatn.
Meira hér: http://www.bestfish.com/breakin.html


PH, GH og KH er harka vatnsins, en fólk pælir venjulega ekkert í því (og þarf venjulega ekki) nema PH. PH 7.0 er neutral, ef talan er stærri en 7 þá er vatnið basískt og ef undir þá er það súrt. PH skiptir litlu í fiskabúrum svo lengi sem það er á milli 6.5 og 7.8 eða svo, og mikilvægast er að það sé stabílt og lítið af sveiflum.

Sumir fiskar vilja basískt vatn, t.d. afrískar síkliður á meðan aðrir fiskar, eins og amerískar síkliður (og fiskar úr amazon) og fiskar sem eru úr mýrarsvæðum vilja vatn í súrara lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply