Hérna er Jack Dempsey sem ég hef átt í 2,5 ár. Hefur verið hjá mér síðan lengdin var um 3 cm. Í dag er lengdin um 17 cm. Ég hef aldrei vitað kynið en þetta er furðulegasta eintak. Kom til mín með tveimur öðrum og var lengi settur út í horn af hinum tveimur. Tók svo upp á því að stækka mun hraðar en hinir og þegar stærðarmunurinn var orðinn töluverður fann ég hina tvo dauða með nokkura daga millibili. Í dag er hanns besti vinur bala háfur sem er örlítið lengri. Einnig er ein demants síklíða þarna sem ég þyrfti helst að losna við. Hú á það til að pirra balaháfinn sem verður til þess að JD rekur demanst út í horn.
Mig langar að biðja ykkur um hjálp með að kyngreina þetta eintak. Einnig hef ég ver að hugsa um að fá mér gagnstætt kyn til að setja með í búrið og væru ráð hvað það varðar vel þegin. Hvað varðar þörungamagnið á rótini þá var ég að flytja í nýbyggingu þar sem engin gluggatjöld voru (datt ekki í hug að breiða yfir það). Er með 3 stórar, feitar og gamlar ancistrur sem eru hættar að nenna sinna sínu starfi.
KK eða KVK Jack Dempsey?
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Sennilega karl.
Myndi samt ekkert vera að rækta hann samt, þessi klofni bakuggi erfist sennilega. Allt of margir JD með þennan gallaða bakugga hér á klakanum
Myndi samt ekkert vera að rækta hann samt, þessi klofni bakuggi erfist sennilega. Allt of margir JD með þennan gallaða bakugga hér á klakanum
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Myndi skjóta á KK, meingallaður í þokkabót
Persónulega myndi mér ekki detta í hug að reyna að fá kerlingu til hans (væntanlega ertu að spá í að fá seiði), hvað á að gera við öll gölluðu seiðin?
Persónulega myndi mér ekki detta í hug að reyna að fá kerlingu til hans (væntanlega ertu að spá í að fá seiði), hvað á að gera við öll gölluðu seiðin?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Greinilega of lengi að skrifa keli á undan mér
Virðist líka bara vera hálf skrítinn í laginu, fyrir utan bakuggann.
Virðist líka bara vera hálf skrítinn í laginu, fyrir utan bakuggann.
-
- Posts: 5
- Joined: 24 May 2014, 19:03
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Takk fyrir góð svör. Ég hef hreinlega aldrei tekið eftir þessu hjá honum.
Fékk hann í fiskó á sínum tíma. Ég hef gengið inn í búðir í þeirri trú að atvinnumenn væru ekki að dreifa gölluðum eintökum.
Nú er ég ekki alveg viss hvað skal gera.
Fékk hann í fiskó á sínum tíma. Ég hef gengið inn í búðir í þeirri trú að atvinnumenn væru ekki að dreifa gölluðum eintökum.
Nú er ég ekki alveg viss hvað skal gera.
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Fara með hann í Fiskó og kanna hvort þeir muni eitthvað eftir viðskiptunum eða gölluðum eintökum, þetta geta hafa verið bara mistök,,,,, flestar verslanirnar vilja ekki að þú sért ónægður vegna svika eða mistaka.
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Þessir með klofna bakuggann voru í mörgum gæludýrabúðum á tímabili. Sennilega eitthvað par sem hefur verið duglegt að framleiða og viðkomandi svo dreift á alla sem vildu. Það þarf ekki mikið til að dreifa svona göllum á markaðinn..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
nb tek fram að þetta er ekki ástæða til að farga þínum fisk eða eitthvað - Maður getur alveg verið mjög sáttur með sína fiska þó þeir séu ekki eðlilegir. Aðal málið er bara að vera ekki að rækta þá ef þeir eru það ekki
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 5
- Joined: 24 May 2014, 19:03
Re: KK eða KVK Jack Dempsey?
Mér myndi nú ekki detta í huga að fara farga greyinu þó hann teljist ljótur. Gæti verið ástæðan fyrir því að hann er svona friðsamur