Góðan dag.
Ég er nýbúin að skrá mig hér, var að fá mér fiskabúr þann 5.mars, notað, og það fylgdi með ein ryksuga og 3 neonfiskar.
Ég setti upp búrið þá, setti vatn í það og fiskana ofan í. Passaði auðvitað hitastigið. Daginn eftir keypti ég 6 gubby fiska. Fiskarnir héngu undir yfirborðinu fyrstu dagana en svo fóru þeir að synda um allt. Fiskarnir hafa sumir verið að fela sig eða leggjast á botninn. Svo í gær þá drapst ryksugan og í dag þá drápust allir neonfiskarnir :/ ég fór í að skipta út vatni og þreif dæluna og þegar ég var að setja nýtt vatn út í (passaði hitastigið líka þá) þá dó einn gubbyfiskurinn líka hinir fiskarnir eru eitthvað tuskulegir inná milli og haga sér eins, þ.e leggjast á botninn og hanga í yfirborðinu..
Hef heyrt að fiskar geti líka orðið veikir.. ef einn veikist.. veikjast þá allir? Þarf ég að kaupa einhver efni til að setja út í nýtt vatn eða eitthvað lyf til að lækna þá ef þeira eru veikir.
Er með sand sem er gamall og það hangir svona græn slykja yfir honum og hann er svo fínn að það er ekki hægt að ryksuga hann, hann fer bara með... ætla að fá mér grófari sand, hvernig geri ég það?
Fiskar sem deyja
Re: Fiskar sem deyja
Væri til í að geta sagt þér með vissu hvað ætti að gera. Hef einusinni lent í þessu svo ég saltaði búrið hjá mér ca. msk per 10 lítra og skipti um 40% vatn daginn eftir og endurtók þetta 2svar aftur annahvern dag og þá fór allt að lagast en missti fyrir vikið nær allan gróður(sem mér fannst betra en fiskana). vona að þetta hjálpi eitthvað....
Re: Fiskar sem deyja
ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki sett alla fiskana í "nýtt" vatn. búrið þarf að ná að standsetja sig áður en maður "dömpar" fiskum í. lestu þig til um hringrás fiskabúra áður en þú setur upp fiskabúr.
viewtopic.php?f=6&t=456
viewtopic.php?f=6&t=3189
viewtopic.php?f=6&t=456
viewtopic.php?f=6&t=3189
Re: Fiskar sem deyja
Það er hægt að fá startup vökvi til að getað sett fiska fyrr í fyskabúr, hef aldrei sjálfur notað þetta, minir að það heiti safe start eða eitthvað álíka,,, þeir í fiskaverslununum vita allavega hvað átt er við og hvað þarf.