Plöntunæring - Hóppöntun
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Plöntunæring - Hóppöntun
Ég ætla að panta mér næringu hérna á næstu dögum:
http://www.aquariumfertilizer.com/index ... 1=products
Datt í hug að spyrja hér hvort einhver vildi vera með í pöntuninni? Það sparar hugsanlega eitthvað smávegis í sendingarkostnað.
Einnig: Ef einhver vill cryptocoryne moehlmannii eða HC afleggjara þá á ég smotterí sem ég var að kaupa en þarf ekki að nota.
http://www.aquariumfertilizer.com/index ... 1=products
Datt í hug að spyrja hér hvort einhver vildi vera með í pöntuninni? Það sparar hugsanlega eitthvað smávegis í sendingarkostnað.
Einnig: Ef einhver vill cryptocoryne moehlmannii eða HC afleggjara þá á ég smotterí sem ég var að kaupa en þarf ekki að nota.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Þetta er í vökvaformi er það ekki, hvernig á að nota þetta, daglega, vikulega, mánaðarlega?
Hvað heldur þú að verðið verði á pr. einingu hingað komið?
Hvað heldur þú að verðið verði á pr. einingu hingað komið?
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Þurru formi. Myndir blanda þessu í vatn til að gera þetta meðfærilegt. Það má sennilega gera ráð fyrir að verðin fari upp um ca 2-3x með vsk og flutningi. Þannig að $13 item gæti kostað 3-4500kr. Umtalsvert mikill sparnaður þar sem svona næring er hrikalega ódýr miðað við að kaupa tilbúna næringu. En það þarf að pæla ögn meira í næringargjöfinni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Já ok,,, hversu oft sett í búrið? og og hvað dugar þetta lengi miðað við það?
Mundi maður taka eina eða fl. einingar?
Mundi maður taka eina eða fl. einingar?
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Fer algjörlega eftir stærð á búri, ljósi, plöntum o.fl. Þetta er bara næring, notar þetta eins og hverja aðra næringu, nema þessa þarftu að blanda sjálfur. Þessvegna er hægt að spara sér slatta á því. Þetta endist lengi nema maður sé með eitthvað hlussu high tech gróðurbúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Keli ég er til í að vera með og prufa þetta
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Já þetta er mjööög sniðugt.
Pannta reyndar frá öðru fyrirtæki, en kostaði ekki mikið (að mér finnst) hingað komið dugar endalaust.
Að auki getur þú stýrt hvað fer mikið af hverju osfv
Pannta reyndar frá öðru fyrirtæki, en kostaði ekki mikið (að mér finnst) hingað komið dugar endalaust.
Að auki getur þú stýrt hvað fer mikið af hverju osfv
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Hér er ágætis yfirferð á þessu, miðað við EI sem margir hafa haft góða reynslu af.
http://www.aquaticplantcentral.com/foru ... guide.html
http://www.aquaticplantcentral.com/foru ... guide.html
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Já ok,, skil,,,, ætla að skoða þetta betur,,, hvenar heldur þú að þú skellir pöntunni á stað?
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Gæti verið eitthvað mál að koma potassium nitrate (saltpétur?) inn fyrir dyr tollsins.. hugsa að ég prófi litla pöntun fyrst og sjái hvað gerist.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Er búið að panta þetta? Ég á slatta af þessu sem er falt!
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Ég vil ekki stökkva yfir í annað skip ef ske kynni að Keli er enn að spá í að taka þetta inn.
Re: Plöntunæring - Hóppöntun
Nei það varð ekkert úr þessu.. Tómt vesen að panta meira en smotterí af nítrati í einu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net