Bio-filterar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Bio-filterar

Post by Birkir »

Sá ekki í fljótu bragði þráð um þetta málefni, þannig að ef hann er til þá biðst ég afsökunnar á tvipóstun.

Er í lagi að nota bio filter efni sem upphaflega er gert fyrir tjarnir, en setja það í t.d. tunnu- og innanborðsdælur fiskabúra?

Ég velti þessu fyrir mér því mér áskotnaðist Laguna Biological Filter Media pakka.

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by Andri Pogo »

Besta mál!
-Andri
695-4495

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by Birkir »

Glæsi! Ég er nefnilega með pláss í græjuboxinu sem hangir á afturgleri búrs míns. Fínt að vera með tvo mismunandi bio-filterpunga að störfum þar.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by Birkir »

Búinn að setja þetta inn. Er með svona filter annars vegar og síðan svartar plastkúlur frá Tetratec.

Hvernig er það, öllum til fróðleiks, hreinsið þið biofilterana sjálfa? Skolið þið sokkinn sem þeir eru í eða takið þið kúlurnar/mölina úr og skolið sérstaklega?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by keli »

Nærð sennilega ekki að þrífa vel nema taka úr sokkinum, nema hann sé frekar grófur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by Birkir »

Þetta eru kvenmannssokabuxur.

Er mikil þörf að skola biofilterakúlurnar? Vinur minn spurði mig um daginn og ég gat ekki svarað honum af vissu.
Er ekki pointið með filterunum að halda í sér eitthvað af bioflórunni á meðan annað í búrinu breytist við vatnsskipti, þrif á svömpum og fleira?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Bio-filterar

Post by Andri Pogo »

Þarf ekki að skola oft en jú gott að skola amk á nokkura mánaða fresti. Ég hef haft þá reglu að nota vatn úr búrinu til að skola biofilter, skola það með vatninu sem er að renna úr búrinu þegar ég er að gera vatnsskipti. Að skola það með köldu eða heitu kranavatni gæti farið verr með flóruna.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply