Fiskabúrasmíði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Er að fara að panta gler til að setja saman búr sjálfur. Smíða standinn líka. Ætla að nota þennan þráð fyrir spurningar varðandi þetta project.
Þegar glerið er komið og það kemur að kíttun, veit ég að hægri og vinstri hliðarnar eiga að fitta á milli framhliðar og bakhliðar, en eiga allar hliðar að vera ofan á botnplötunni, eða á botninn að skorðast á milli framhliðar og bakhliðar? Hef heyrt af því að hvort tveggja virki, en ákvað að spyrja ykkur reynsluboltana samt, hvort hafið þið verið að gera?

Búrið er 180x120x60cm (lengd, breidd, hæð) sem samsvarar 1296L.
Ætla að hafa tvær Eheim 2262 dælur á búrinu.
Last edited by Jakob on 27 Jun 2014, 17:25, edited 1 time in total.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Að kítta fiskabúr?

Post by Jakob »

Öll góð ráð og tips eru vel þegin, hvað ætti að forðast o.s.frv.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Að kítta fiskabúr?

Post by snerra »

Ég myndi hafa botnglerið innan í það er að mínu mati mun flottara. Hvað ertu með þykkt gler í þessu ? og hvað kostar gleirð ef ég mætti spyrja ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Að kítta fiskabúr?

Post by Jakob »

snerra wrote:Ég myndi hafa botnglerið innan í það er að mínu mati mun flottara. Hvað ertu með þykkt gler í þessu ? og hvað kostar gleirð ef ég mætti spyrja ?
12mm gler, ég veit ekki hvað það kostar nákvæmlega, vantaði svarið við spurningunni til að geta sent glerverksmiðjum málin á plötunum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Flott eða ekki flott, aðalmálið er að þetta haldi.

Þá eru glerplöturnar fimm talsins:
1800mm x 600mm (framhlið)
1800mm x 600mm (bakhlið)
1176mm x 588mm (hægri)
1176mm x 588mm (vinstri)
1800mm x 1176mm (botn)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Fiskabúrasmíði

Post by snerra »

Á Akvastabil 720 búrinu mínu eru gaflarnir líka utan yfir eins og fram og afturhliðin Allt límt utan um botninn Ég ætlaði að láta breikka það í 800mm en þá hefði glerið þurft að vera 20mm að þeirra sökn og búrið með ljósi kostað 700 þús
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Mæli sterklega með því að hafa botninn í miðjunni og gaflana á milli fram og bakhliðanna. Svo mæli ég með því að hafa amk 2mm bil á milli glerja fyrir límingu. Það þýðir að framhlið og bakhlið eru í fullri stærð, botn er 12 + 12 + 2 + 2 mm (=28mm) minni en lengd og breidd á búrinu og hliðarplötur eru jafn breiðar og botnplata og jafn háar og fram og bakhlið. Mér sýnist það ekki standast í málunum sem þú gefur upp hér að ofan :)

Notaðu svo almennilegt kítti í þetta, sem er merkt til notkunar í fiskabúrum. Silirub AQ hefur reynst mér vel en því miður sjaldan til í öðru en glæru.

Ég hef venjulega notað haug af málningarteipi og tannstöngla eða eldspýtur til að stilla búrinu upp. Það borgar sig að vera amk 2 í þessu verkefni, sérstaklega með svona stórt búr. Svo tekur maður eldspýturnar úr jafn óðum á meðan maður kíttar. Mæli með því að þrífa með t.d. geisla cellulósa þynni fyrir kíttingu, setja svo búrið saman með hreina (nýja) hanska til að setja ekki fitu á límfleti.

Ef einhverjar aðrar spurningar, endilega skjóttu :)


p.s.
Það segir sig kannski sjálft, en það er mikilvægt að hafa mjög sléttan flöt undir búrinu þegar maður límir. Einnig sterkur leikur að hafa plast undir búrinu, því annars límirðu búrið sennilega við slétta flötinn :) Leyfa búrinu að standa í amk sólarhring áður en maður snertir það eftir límingu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

keli wrote:Mæli sterklega með því að hafa botninn í miðjunni og gaflana á milli fram og bakhliðanna. Svo mæli ég með því að hafa amk 2mm bil á milli glerja fyrir límingu. Það þýðir að framhlið og bakhlið eru í fullri stærð, botn er 12 + 12 + 2 + 2 mm (=28mm) minni en lengd og breidd á búrinu og hliðarplötur eru jafn breiðar og botnplata og jafn háar og fram og bakhlið. Mér sýnist það ekki standast í málunum sem þú gefur upp hér að ofan :)

Notaðu svo almennilegt kítti í þetta, sem er merkt til notkunar í fiskabúrum. Silirub AQ hefur reynst mér vel en því miður sjaldan til í öðru en glæru.

Ég hef venjulega notað haug af málningarteipi og tannstöngla eða eldspýtur til að stilla búrinu upp. Það borgar sig að vera amk 2 í þessu verkefni, sérstaklega með svona stórt búr. Svo tekur maður eldspýturnar úr jafn óðum á meðan maður kíttar. Mæli með því að þrífa með t.d. geisla cellulósa þynni fyrir kíttingu, setja svo búrið saman með hreina (nýja) hanska til að setja ekki fitu á límfleti.

Ef einhverjar aðrar spurningar, endilega skjóttu :)


p.s.
Það segir sig kannski sjálft, en það er mikilvægt að hafa mjög sléttan flöt undir búrinu þegar maður límir. Einnig sterkur leikur að hafa plast undir búrinu, því annars límirðu búrið sennilega við slétta flötinn :) Leyfa búrinu að standa í amk sólarhring áður en maður snertir það eftir límingu.
Takk fyrir góð ráð.

Fer að byrja að smíða standinn núna í júlí, og ætlaði að smíða hann úr 2x4" og klæða með krossviðarplötum. En svo datt mér í hug hvort það væri öruggara að láta smîða bara stand úr stáli. Væri það ekki mun dýrara? 2x4 er að kosta um 400kr/m í húsasmiðjunni, ætla að teikna upp standinn í sketchup í vikunni. Borgar það sig ekki að smíða standinn úr við heldur en að láta smíða stálgrind sem stand?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Bara eftir því hvað hentar. Mikið meira pláss inní standinum ef hann er úr stálprófílum, en það er dýrt að smíða hann ef þú þarft að borga einhverjum fyrir að gera það. Myndi svo skoða að kaupa timbur í bauhaus, það var töluvert ódýrara þar en í byko og húsasmiðjunni seinast þegar ég bar verðin saman.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

keli wrote:Bara eftir því hvað hentar. Mikið meira pláss inní standinum ef hann er úr stálprófílum, en það er dýrt að smíða hann ef þú þarft að borga einhverjum fyrir að gera það. Myndi svo skoða að kaupa timbur í bauhaus, það var töluvert ódýrara þar en í byko og húsasmiðjunni seinast þegar ég bar verðin saman.
Já vissi af því að það væri töluvert ódýrara í bauhaus.
Ætla þá að smíða þetta úr timbri bara, miklu skemmtilegra að hafa project, vinna þetta sjálfur. Set mynd af hönnun standsins inn í vikunni, til að bera þetta undir ykkur.

Ætla að keyra búrið á tveimur eheim classic 2262, ein dæla er sett á 1000l, mikið pláss fyrir filtermediu. Það ætti að vera feykinóg er það ekki?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Fiskabúrasmíði

Post by snerra »

Hvað er planið á að fylla þetta af gróðri , Afíku síklíður eða ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

snerra wrote:Hvað er planið á að fylla þetta af gróðri , Afíku síklíður eða ?
Skötur
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Myndi reyna að koma aðeins dýpra búri fyrir... Munar t.d. slatta um 180x60 og 180x80 gólfflöt fyrir þær. Ég var með 530l akvastabil búr þegar ég var með mínar og fannst það of lítið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Ég veit það vel, búrið væri 80cm á dýpt ef það vildi svo vel til að það hentaði. Búrið getur ekki verið dýpra, annars kemst það ekki inn um dyrnar upp á rönd. Er ekki að fara að brjóta niður veggi fyrir búrið.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Ok, hafðu það þá bara 50cm hátt, en 80cm breitt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Af hverju segiru það? Tel það vera mun betra að hafa það 120 á breiddina og 60 á hæðina :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Fiskabúrasmíði

Post by snerra »

180 x120 60 er ekki 12mm gler of lítið ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Nei það held ég ekki, sökum þess hve lágt búrið er.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Smá brainfart, mér sýndist að búrið ætti að vera bara 60cm breitt :)

Það er s.s. 180x115 flötur? ~1200 lítrar? Það ætti að duga skötugreyjunum eitthvað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Jebb það mun duga nokkuð lengi. En hvernig er það með akríl (acrylic), mun léttara, en er það ekki margfalt dýrara en venjulegt gler?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fiskabúrasmíði

Post by keli »

Jú dýrara, ólíklegt að þú getir límt það sjálfur og svo er leiðinlega auðvelt að rispa það..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Squinchy »

Gler er auðvitað best.

Hvað með krossviðs búr?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiskabúrasmíði

Post by Jakob »

Ég var alveg búinn að velta því fyrir mér að smíða úr krossvið, en ákvað að nota frekar glerið. Ekki jafn gaman að hafa bara glugga á búrinu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply