- Allt of langt síðan ég setti inn myndir. Gróðurinn vex og vex og sérstaklega eru það "
sverðplönturnar" sem eru að taka yfir og er satt best að segja of stórar í eðli sínu fyrir svona smátt búr. En þær eru fallegar. Grisjaði þær í gær og minnkaðu ummál þeirra í búrinu eitthvað.
-
Corydorasarnir eru hlédrægir mjög. Halda sig yfirleitt út í sama horninu báðir tveir á bak við stein, í staðinn fyrir að "flögra" um botninn allan eins og þessi tegund gerir gjarnan. Er þetta algeng hegðun? Þeir líta ágætlega út. Myndi þriðji fiskurinn hressa þá við eða gæti þetta verið matartengt?
-
Pleggarnir tveir sem hafa verið í búrinu nánast frá upphafi, hafa ávalt verið sprækir. Smáir en hressir. En núna er
annar þeirra horfinn.Mögulega er hann í felum því þrátt fyrir smæð búrsins þá er þar að finna mikið af felustöðum.
-
Marmaragúraminn var rekinn að heiman fyrir að vera ömurlegur við konuna sína. Svo mikið reyndar að hún borðaði lítið og var ávalt í felum. Kallinn var fluttur í búr vinar minns og hagar sér eins friðasinni þar. En hann var kallaður Napóleon hjá mér. Magnað hvernig svona flutningar geta breytt öllu. Kerlingin er hin ánægðasta með þetta og hefur verið að dafna síðustu mánuði og ætlar að halda skírlífinu áfram, blessunin.
- Eins og áður sagði drapst önnur fiðrildasíkliðan. Sennilega úr næringaskorti því hún var ægilega bæld og hafði sig lítið frammi.
- Hvar búrið er með mestan
sand og undirlag er það 14cm djúpt! En þetta er þar sem brekkan var gerð.
- Það er töluvert mikið af plöntum í búrinu og annað veifið virðist það hafa áhrif á
súrefnisinntöku fiskanna, þ.e.a.s. þeir koma nokkrir við yfirborða og virðist mikið í mun að draga loft og það ögn lengur en venjulega. Þá set ég loftsteininn í gang í einn dag og þá fer allt í sama gamla góða farið. Mögulega er þetta rugl hjá mér, en þetta gerist afar sjaldan.
- Á dögunum svelti ég fiskana í 7 daga. Þeir fóru létt með það.
Íbúatalning:
Sae x 4
Perlugúrami x2
Sebra daníó x6
Marmaragúrami x1
Fiðrildasíkliða (ramirezi) x1 (ef einhver á aðra til sölu þá vil ég gjarnan skoða það).
Rummy nose tetra x5
Pleggi x2 (eða bara einn)
Í "tækjakassanum" er hitari og dæla eins og áður sagði (sjá)

Fyrir ofan dæluna er mikið pláss eins og sést og frá upphafi hef ég verið með
TetraTec BB biofiltarkúlur (svartar).
í gær bætti ég hins vegar við
Laguna Biological Filter Media steinum (
viewtopic.php?f=14&t=15853) við. Setti þá í kvennmannsokkabuxur og kom fyrir í hólfinu vinstra megin við dæluhólfið (sjá mynd). Þar er mikið frítt pláss.

Myndir teknar 17.-20. apríl