Ég held að trendið sé í þá veruna að fólk hefur meira og meira gaman af því að gera hlutina sjálft og einnig hefur komið í ljós að einhæft búðarkeypt fiskafóður er mörgum fiskum ekki að skapi. Satt best að segja er mikið af fiskafóðri alls ekkert það sérstakt og tekur það sinn toll á fiskunum.
Í hvert skipti sem ég lauma grænmeti í búrið hjá fiskunum mínum og þá lifnar yfir öllu og litir koma stundum fram. Sem segir manni að þeir þurfa meiri fjölbreytni og næringarinnspýtingu annað veifið.
Ég er engin sérfræðingur í þessu og hef ekki gert mat í mörg mörg ár. Þegar ég var með Ameríkubúrið mitt þá setti ég hjörtu/lifur, rækjur, spínat og brokkolí í blandara og setti svo bara köggulinn í frysti og braut svo úr honum og setti í búrið. Fiskarnir döfnuðu dásamlega, enda lítið mál að fóðra ameríkanana.
Hvernig mat (grænmeti/baunir/kjöt/fisk) gefið þið t.d. gotfiskum, tetrum, gúrami o.fl?
Ég hef þennan þráð fyrir forvitnissakir til að allir geti komið með eitthvað í umræðuna eða spurt.
Fyrir lengra komna:
Cultivating Your Own Fish Food
Learn what you need to feed your fish only the best.
http://www.fishchannel.com/freshwater-a ... -food.aspx
Heimalagað fiskafóður
Moderators: Vargur, Andri Pogo
Re: Heimalagað fiskafóður
Gott að hafa í huga að hlutir þurfa að vera kaldir á meðan framleiðslu stendur svo kjötmeti skemmist ekki
http://www.ikea.is/products/3460 + stærri skál með klaka vatni í sem mæli glasið situr í hefur reynst vel með töfrasprota aðferðinni, mæli ekki með plast ílátum eins og er notað í myndbandinu
og sleppa þessu gel rugli
http://www.ikea.is/products/3460 + stærri skál með klaka vatni í sem mæli glasið situr í hefur reynst vel með töfrasprota aðferðinni, mæli ekki með plast ílátum eins og er notað í myndbandinu
og sleppa þessu gel rugli
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is