Klemmur á gler

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Klemmur á gler

Post by Sven »

Ég er með opið fiskabúr en er núna að undirbúa að setja síkliður í búrið og þarf því að loka því einhvern veginn.
Þetta þarf að vera snyrtilegt þar sem að búrið er inni í stofu.
Mér datt í hug að loka búrinu bara með gleri og hafa það helst þannig að ég væri með 3 gler sem sætu ofan á hliðunum á búrinu. Glerið væri þannig ca. cm. styttra heldur en breiddin á búrinu þannig að það væru 0.5 cm bil eða svo á milli glersins og hliaðanna.
En til að þetta gangi þyrfti ég einhverjar klemmur á glerið svo væru svo með flötum enda hinumegin sem maður gæti látið sitja á hliðunum á búrinu (sem eru 19mm breiðar).

Sjáið þið að þetta muni ganga? Hvar ætli það sé best að leita að einhverjum svona klemmum?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Klemmur á gler

Post by keli »

Líklega auðvelt að fá einhverja stálsmiðjuna til að beygja prófíla fyrir þig úr ryðfrírri plötu.. t.d. eitthvað svona...

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Klemmur á gler

Post by Sven »

Góð hugmynd, tékka á þessu :góður:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Klemmur á gler

Post by keli »

Svo er reyndar spurning hvort átakið sé ekki æskilegt á glerið.. Ég veit ekki með það :) Hægt að hanna prófílinn þá aðeins öðruvísi til að það sé "þægilegra".

Svo er auðvitað hægt að kítta einhver sæti á - það þarf ekki endilega að vera ljótt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Klemmur á gler

Post by Squinchy »

Myndi prófa fyrst að hafa bara opinn toppinn
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Klemmur á gler

Post by keli »

Það er drep leiðinlegt upp á raka með svona stórt búr... Nema loftræstingin hjá manni sé þeim mun betri. Og þá þarf maður að fylla á búrið enn oftar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Klemmur á gler

Post by Sven »

Er það ekki ávísun á vandamál með afrískar síkliður?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Klemmur á gler

Post by Squinchy »

smá skvettur á meðan matartíma stendur, sleppur svosem ekkert við það þótt fyrir að vera með lok þar sem þú þarft að taka það af til að gefa myndi ég halda
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply