Hröð öndun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Hröð öndun

Post by skarim »

Einhverjar hugmyndir afhverju fiskar anda hratt?

Það er nóg af súrefni og þeir eru ekki hanga við yfirborðið.

Er búinn að skipta um 20% af vatninu.

Er með juwel 600 dælu og svampa.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

stress?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Súrefnisleysi eða stress er yfirleitt ástæðan, sníkjudýr í tálknum koma líka til greina.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Er það ekki ólíklegt að allir fiskanir séu stressaðir...á sama tíma :?:

Möguleiki að þetta sé sníkjudýr, en þeir byrjuðu allir á svipuðum tíma að anda svona...svo mér finnst það hæpið.

Bendir þetta ekki frekar allt til léleg vatnsskilyrði :?:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru þeir búnir að vera lengi svona ?
Lélegt vatn gæti verið ástæðan, ertu ekki duglegur að skipta ? :?
Ef þú varst að skipta um vatn þá ættu þeir að vera skárri á morgun, reyndar er 20% bara gálgafrestur ef vatnið er slæmt.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Þeir eru nýbyrjaðir á þessu.

Einnig var ég að taka eftir miklum þörungi (grænn) sem var undir glerinu, búinn að taka hann í burtu. Stillti dælunni þannig að hún myndaði meiri rákir á yfirborðinu sem leiddi til þess að þörungurinn myndaðist.

Skipti oftast um 20% af vatninu. (Sá að þú skrifaðir að þú skiptir um 3-4 mánuði 90% af vatninu, prófa það næst).

Er ekki möguleiki að þörungurinn sé að valda súrefnisleysi í búrinu :?:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

skarim wrote:Þeir eru nýbyrjaðir á þessu.
Er ekki möguleiki að þörungurinn sé að valda súrefnisleysi í búrinu :?:
Hef enga trú á því.
Súrefnisleysi, stress, lélegt vatn, sveiflur í sýrustigi. Samspil af þessu er líka möguleiki.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þörungur framleiðir súrefni, rétt eins og aðrar plöntur. (nema á næturnar, eins og aðrar plöntur)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Held að þetta svari spurningunni: Blue-green algae

When conditions are right, blue-green algae can multiply and accumulate rapidly, causing a "bloom." The algae bloom may turn the water neon green, blue-green, or reddish-brown; may cause a bad smell and taste in the water; and may form a foam or scum on the water's surface. The algae may periodically use up oxygen in the water, killing fish. It can also affect other animals and people.

Linkur á heimasíðuna http://www.epi.state.nc.us/epi/oee/bluegreen.html
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi blái/græni leynir sér ekkert.

Byrjuðu þeir á þessu eftir vatnsskiptin, getur verið að þú hafir sullast of mikið og stressað þá eða þá sett of kalt eða of heitt vatn í búrið ?
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Þetta hlítur að vera þörungurinn... ekki langt síðan ég breytti dælunni.

Því miður þá fór þetta framhjá mér. Búrið er með asnarlegu loki. Svo ég lyfti bara hluta til að gefa þeim að borða og þörungurinn var næstum því á öllu glerinu. :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þörungurinn ætti ekki að geta valdið þessu held ég, þessi þörungamyndun er mjög algeng þar sem úðast á glerið. Hann er ekki í vatninu þannig hann ætti ekki að hafa nein bein áhrif á fiskana. Þegar hann er farinn að hafa áhrif á fiska þá er allt vatnið orðið grænt eins og málning og ólíft í nágrenninu fyrir fýlu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eru uggarnir eitthvað klemmdir saman?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

blue/green algae er í raun ekki þörungur heldur baktería, og notar þessvegna súrefni.

Hann flýtur venjulega ekki um í vatninu heldur er í slykju (slikju?) á möl, plöntum eða öðrum hlutum í búrinu. Það eru til lyf sem beinlínis leysa hann upp og virka mjög vel og fljótt.

Ertu með þetta blue/green vesen?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Ásta wrote:Eru uggarnir eitthvað klemmdir saman?
Neib ugganir eru ekki klemmdir saman.

Fiskanir eru heldur ekkert að sýna fram á óeðlilega hegðun nema hröð öndun.

Fiskanir synda eins og hafa matarlyst.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

keli wrote:blue/green algae er í raun ekki þörungur heldur baktería, og notar þessvegna súrefni.

Hann flýtur venjulega ekki um í vatninu heldur er í slykju (slikju?) á möl, plöntum eða öðrum hlutum í búrinu. Það eru til lyf sem beinlínis leysa hann upp og virka mjög vel og fljótt.

Ertu með þetta blue/green vesen?

Reikna með því...þetta var allavega græn slykja á glerinu og líklegast hefur það komist oní búrið...þótt það hafi ekki myndast slykja oní búrinu sjálfu, möguleiki að það eigi eftir að koma fram, kemur í ljós á morgunn.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef þetta er bara eitthvað smotterí af þessu þá er þetta ekki að valda neinum súrefnisskorti í búrinu. Það gerist ekki fyrr en það er orðið *mjög* mikið af bakteríunni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

og þá engin eða mjög lítil hreyfing á vatninu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Enda segir skarim í fyrsta póstinum:
Það er nóg af súrefni
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply