180l Juwel í vinnslu

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

180l Juwel í vinnslu

Post by Emilsson »

Jæja kominn tími til að hella sér útí þetta sport aftur.

Er búinn að vera með 90l rena í 6 ár núna og fannst tími til kominn að stækka aðeins við mig.
Ég datt inná þetta ágæta 180l juwel búr og ákvað að fara rólega af stað með þetta búr og taka mér góðan tíma í að skoða og ákveða hvað ég ætlaði að hafa í því. Þegar þetta er skrifað eru fyrstu íbúarnir nýkomnir í búrið en ég startaði því fyrir 2 vikum síðan.

Svona lítur það út í dag en á eftir að breytast yfir næstu vikur.
Image
Eftir um viku keypti ég rótina og valisneruna og setti í búrið, rótin fór reyndar í sólarhrings bað og sturtu til þess að losa um mest ryk og eithvað af litnum, hún litar reyndar enn í dag sem kemur svosem ekki á óvart en mun minna en hún gerði í baðinu.

Valisneran dafnar vel þrátt fyrir að vera þakin þörungi, er að bíða eftir SAE sem kemur vonandi um helgina til þess að narta aðeins í þörunginn er einnig búinn að takmarka ljóstíman og vona að hann minnki á næstunni.
Image

Því til stuðnings þá eru komin tvö afsprengi á aðeins 2 dögum sem kom mér reyndar pínu á óvart verð ég að viðurkenna. Læt mynd af einu afsprengi fylgja.
Image

Setti niður með valisneruni Plant starter og crypto held ég að það heiti bæði töflur, mistökin sem ég gerði var líklega að setja fljótandi næringu í búrið, (átti það til og skellti því í búrið áður en hitt var keypt og ég las mér meira til um plöntuna)

Fyrstu íbúarnir voru 2 ancistrur sem fengu nett víðáttubrjálæði þegar þær komu úr pínulitlu fiskabúðsbúrinu og í 180l búrið.
Íbúi 1
Image
Íbúi 2
Image

Báðar eru um 2 cm og líður bara þokkalega í búrinu að mér sýnist.

Framtíðarplön eru ekki alveg 100% ákveðin en til að byrja með þá eru það SAE, var að hugsa um skala en hef ekki kynnt mér þá samsetningu með núverandi íbúum og SAE. Á einnig eftir að setja bakgrunnin á. Bakvið rótina verða svo fleirri valisnerur sem ég ætla að reyna að rækta úr þessari sem er nú þegar(gengur helvíti vel eins og er :D )

Mér þætti gaman að fá feedback frá fróðari mönnum en mér um samsetningu þeirra íbúa sem ég taldi hér að ofan, miðað við lestur þá ætti það að vera í lagi, en meiri upplýsingar eru alltaf betri :) og einnig ef það er eithvað meira sem ég get gert varðandi þaran á plöntunni þá má endilega skjóta þeirri hugmynd á mig :)
84l. Rena
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: 180l Juwel í vinnslu

Post by nesquick »

ég er með skala SAE anchistrur og miklu fleira í búri og gengur vel
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Re: 180l Juwel í vinnslu

Post by Emilsson »

nesquick wrote:ég er með skala SAE anchistrur og miklu fleira í búri og gengur vel
Hvað ertu með stórt búr?
84l. Rena
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: 180l Juwel í vinnslu

Post by Agnes Helga »

Ættir alveg að geta verið með amk par af skölum í þessu búri
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: 180l Juwel í vinnslu

Post by nesquick »

er með þetta í 200l búri
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 180l Juwel í vinnslu

Post by Vargur »

Hvernig lítur þétta út núna, eitthvað nýtt ?
Post Reply