CO2 Mont

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

CO2 Mont

Post by henry »

Var að panta mér dót af co2art.co.uk

UP Atomizer til að tengja við outputtið á tunnudælunni, drop checker, og píparadót til að tengja solenoidinn beint við þrýstijafnarann, hné og bubble counter sem fara beint á solenoidinn líka. Hafa sem minnst af slöngum og minnka þar með veika punkta í kerfinu.
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Þetta á eftir að var ansi fancy :) Væri gaman að fá myndir af þessu þegar þú færð þetta í hús.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Spurning hvað tollurinn gerir þegar á lýsingunni stendur Contents: 2x male nipples

Þeir allavega rummage-uðu nóg í sendingunni minni frá aquariumfertilizer.com, skoðuðu allt í þaula.
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: CO2 Mont

Post by jonsighvatsson »

Held að bestu kaupin mín í öllu þessu co2 dæmi var regulatorinn og nálaventillinn frá Gas tec. Hægt að stilla niður í 1búbbla á ca 20 sek og stillingarnar haggast ekki! ! Vonandi verður end of tank dump ekki neitt af viti hjá mér ef ég gleymi að láta fylla á.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

1 bóla á 20 sek fresti? Hvers vegna í ósköpunum? :)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Þetta kom í dag. Smá myndaröð. Reyndar komu nipplarnir ekki, en Landvélar bjargaði mér. Hinsvegar fann ég ekkert sem passaði við nálarventilinn þannig að það er enn smá slöngubútur þar. Býst við ég reyni að skipta um needle valve nema ég finni einhver fittings sem passa við hann

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Very nice!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Jamm.. Blessaður hitarinn er ansi mikið eyesore núna samt.. Var að spá í Cobalt Neotherm sem eru svartir og frekar low profile, en þeir segja að maður þurfi 250w fyrir 250L og framleiða bara 200w max, og ég nenni ekki að vera með tvo hitara.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Algjör óþarfi að vera með meira en 200w í svona búri nema það sé skítakuldi hjá þér :) Ég myndi giska á að 100w væri nóg.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Jæja. Það er allt komið á blússandi siglingu. Tók eftir rosalegum kipp bara í dag. Nýlega búinn að auka ljóstímann úr 8klst í 9klst, skafa allan þörung af bakglerinu, breyta straumnum í dælunni aftur í það sem ég var með fyrst (frá baki fram á gler).

Gef 5ml (sirka dropi per gallon) af macro/micro blöndunni frá aquariumfertilizer.com á dag.

Drop checkerinn náttúrulega vel grænn. Mistur yfir búrinu þegar kolsýran er í gangi.

Nánast allar plöntur yfirperlaðar með súrefni.

Plantan vinstra megin hjá dæluinnsoginu er að skipta sér eins og andskotinn. Eins vex plantan hægra megin í horninu eins og hún sé á sterum, varð að færa hana frá veggnum við bakið því hún var búin að fylla rýmið þar og eyðileggja felustaðinn fyrir fiskunum.

Meira að segja Nomaphila siamensis sem ég hélt að hefði dáið úr kolsýruleysi er búin að taka við sér og springa út í vexti.

Saururus cernuus hefur hægt all verulega á sér eftir að kjöraðstæður mynduðust. Reyndar las ég mér til um það eftir að ég keypti hana að hún er ekki beinlínis vatnsplanta heldur vex hún meira í jaðrinum upp úr vatni og er ætluð fyrir tjarnir (takk Gæludýr.is), svo kannski er hún bara að drepast þessi elska.

Helsta vandamálið er að Cryptocoryne møllmanii er útsett í green spot algae, sem kemur reyndar líka á glerið, helst þar sem segullinn nær ekki. Møllmani vex líka fjári hægt, svo ég get ekki tekið mikið af blöðunum, þau eru á lífi þrátt fyrir þörunginn. Og bévítans sverðplantan neitar að vaxa. Ég hef reyndar aldrei átt góðu gengi að fagna með sverðplöntur, þó internetið pirri mig ítrekað með því að segja þær vera byrjendaplöntur og vaxa eins og andskotinn allsstaðar.

Næsta sem mig langar að gera er að redda mér 1600-2000L/h skrúfudælu (eins og Hydor Koralia nano) til að dæla frá bakinu þeim megin í búrinu sem spraybarinn er ekki, og klára CO2 uppsetninguna með nýjum needle valve (í pöntun). Einnig langar mér að verða mér úti um peristaltic dælu til að gefa áburð sjálfkrafa eins og t.d. yfir jólin.

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: CO2 Mont

Post by snerra »

Ég losnaði við Green spot alge með því að auka vatnsflæðið og passa upp á að það væri gott flæði niður við botn.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by RagnarI »

ertu með botnnæringu? sverðplöntur eru algjörir rótarhákar
ég losnaði við green spot með minni ljósatíma
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Ég er með bæði flourite möl og svo gaf ég þessari sverðplöntu járntöflu, en hún er hætt að vaxa
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Kláraði uppsetninguna á CO2 kerfinu með nýjum needle valve frá Camozzi.

Ætlaði fyrst að hafa valveinn lóðréttan beint fyrir neðan bubble counterinn, en þá var þetta of hátt fyrir skápinn, þannig að ég endaði með hann láréttan.

Þetta var smá fiff, þurfti að snúa við seglinum á solenoidinum svo hann gæti snúið svona með snúrutengið frá þrýstijafnaranum (annars hefði ég aldrei komið honum beint á þrýstijafnarann nema með einhverri framlengingu.

Image Image Image

Image Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Og já, ég á þá ágætis needle valve sem er 1/8" NPT fitting í push-on tube, ef einhvern vantar needle valve
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Þetta lookar bara ansi snyrtilegt. Eru plönturnar farnar að taka við sér? En þörungamál?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Bara smá GSA sem ég vona að leysist með auknu circulation.

Var að fá í kvöld 1600L/h Hydor Koralia dælu, og peristaltic dælu til að dósa næringu og snefil fyrir plönturnar, keypti þetta svo ég þyrfti ekki að kenna neinum að dósa ef ég skrepp í burtu.

Image Image Image

Image Image Image

Image Image Image

Dælan er með innbyggðri iðntölvu til að stjórna hversu mikið á að gefa og hversu oft. Ég hef yfirleitt gefið svona 5ml daglega, en stillti dæluna á 03 Hd, sem þýðir 3ml á hálfsdagsfresti. Algjör snilldargræja og ekkert mál að kalibrera hana. Með gúmmífótum svo það heyrist ekki mikið í henni, og með augu fyrir skrúfur þannig að maður getur hengt hana í skápnum til að hafa þetta sem snyrtilegast.

Gleymdi að kaupa tank fyrir vökvann en hálfslíters kókflaska dugar ágætlega ef maður hefur aukagat á tappanum til að jafna loftþrýstinginn (annars dregst kókflaskan saman eins og ég komst að :oops: )

Þessi peristaltic græja er frá Grotech, og er með seglum sitthvoru megin til að halda dælum saman ef fleiri en ein er notuð og er með 12v inn og útport svo það sé hægt að tengja á milli ef maður er með eitthvað lítið pláss á fjöltenginu.

Hydor dælan er snilld eins og flestir vita. Tvær sogskálar með seglum sitthvorumegin við glerið passa að þetta fer ekki neitt, og fylgir með hólkur til að verja snúruna ef maður er með risafiska eða eitthvað sem finnst gaman að naga.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Þetta er orðið gríðarlega pro hjá þér! Very nice!

Pro tip: Glærar flöskur henta illa fyrir flesta næringu, mæli með að klæða þessa í sokk(a) eða finna flösku sem hleyptir ekki ljósi í gegn. Ég blanda sjálfur næringu og það fór allt í klúður á 1-2 vikum þegar ég setti það í kók flöskur. Þó flöskurnar væru í lokaðri skúffu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Nú? Hvað kemur fyrir næringuna í glærri flösku?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Eitt sem ég hef komist að með því að festa solenoidið með fittings en ekki hafa það á nylon slöngu er að hitinn frá solenoidinu dreifist meira, og solenoidið er þ.a.l. ekki heitt viðkomu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Fann hálfslíters Sprite flösku. Þær eru grænar. Vonandi er það nógu litað?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

micro næringin klumpaðist einhvernvegin saman hjá mér og varð skrítin. Ég googlaði það og komst að því að það er sennilega vegna þess að hún var í glærri flösku... Veit ekki meira.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: CO2 Mont

Post by snerra »

Þetta er glæsilegt hjá þér til lukku með það. En segðu mér hvað er ph hjá þér.? Ég er með svipaðar græjur og þú nema ég er einnig með ph controller ph hjá mér er 6.05 og miðað við að vatnið sé kh 0,2-0,6 (Orkuveita Reykjavíkur) þá er ég að setja 12-15 mg/l. http://i171.photobucket.com/albums/u312 ... 124ef0.gif
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Ég er ekkert að spá í pH mælingum, enda er mín reynsla að þær eru ónákvæmar. Eina sem ég fylgist með er drop checker sem er grænn
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

Get í rauninni ekki mælt með UP inline atomizernum. Hann er orðinn stíflaður einhvernveginn.

Tók eftir miklum þörungavexti og sá að drop checkerinn varð blár. Grunar að keramikið hafi feilað. Hef reynt að bursta það með slönguburstanum og heitu vatni en no luck.

Það er hægt að kaupa replacement fyrir 9gbp stykkið, svo ég pantaði 3 stk.

Þetta verður eitthvað að viðhalda þessu dóti :-P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: CO2 Mont

Post by keli »

Já ég hef heyrt að þessir keramik gaurar eigi það til að stíflast.. Hvað entist þessi lengi hjá þér?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: CO2 Mont

Post by henry »

2 mánuði rúmlega
Post Reply