perur í gróðurbúr? reikna út birtuskilyrði?
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
perur í gróðurbúr? reikna út birtuskilyrði?
Er nóg að hafa 2. 28w day 9000 kelvin. i gróðurbúr. eða er einhverjar betri sem framkalla betur litina i fiskunum. líka?
Last edited by Einval on 08 Jan 2015, 11:00, edited 1 time in total.
Re: perur í gróðurbúr?
9000k er óþarflega köld lýsing - 6500k og jafnvel heitara er algengast í gróðurbúr. Þetta er samt spurning um balans - Færð betri vöxt í plöntur með heitari lýsingu (lægri k) en flestum þykja litir í fiskunum fallegri með kaldari lýsingu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: perur í gróðurbúr?
hvað með þessa 9000k day fyrir aftan og 6800 color framan. er það að ganga upp? hef ekki hugmynd um hvernig á að sjá hvernig hvort þetta sé nóg eða ekkikeli wrote:9000k er óþarflega köld lýsing - 6500k og jafnvel heitara er algengast í gróðurbúr. Þetta er samt spurning um balans - Færð betri vöxt í plöntur með heitari lýsingu (lægri k) en flestum þykja litir í fiskunum fallegri með kaldari lýsingu.
hvernig er hægt til dæmis að sjá þetta út úr perum?(0,5 W/L) sem þyrfti að hafa til að plantan braggast?
Re: perur í gróðurbúr? reikna út birtuskilyrði?
Hálft Watt á líter er svona þumalputtaregla fyrir hvað telst þokkaleg lýsing í gróðurbúri. Ef þú ert með 2x 28 W perur þá ertu samtals með 56 W sem ætti þá að vera gott fyrir ca. 100 lítra búr. Almennt er talið að 6500K perur henti best fyrir gróður.
Þetta veltur þó á mörgum þáttum, td. hvað er búrið djúpt, hvernig plöntur er verið að rækta, ertu að gefa næringu, CO2 osfrv.
Þetta veltur þó á mörgum þáttum, td. hvað er búrið djúpt, hvernig plöntur er verið að rækta, ertu að gefa næringu, CO2 osfrv.