Góðan daginn. Ég fékk mér 100 lítra fiskabúr fyrir nýlega, keypti það notað og í því voru nokkrir gullfiskar sem við gáfum en við ákváðum að halda nokkrum eftir (4 convict síkliður og ein ryksuga).
Við settum upp búrið með um 30% af vatninu sem var í því áður. Gerðum svo þau mistök að skipta út sandinum sem var í búrinu og settum nýjan, settum þó mest allt skrautið aftur í búrið. Dælan (Aquaball 130) var ekki í gangi í um klukkustund.
Einn convictinn virtist hafa verið við dauðans dyr þegar við fengum hann, hreyfði sig ekkert þegar konan sem seldi okkur búrið veiddi hann upp. Hann hélt þessari hegðun áfram í nokkra daga þangað til hann var alveg hættur að hreyfa sig svo við tókum hann upp úr.
Á fjórða degi ákváðum við að bæta við fleiri fiskum. Fórum í dýrabúð og sögðum frá okkar stöðu (byrjendur, notað 100 lítra búr, hvaða fiska við vorum með). Spurðum mikið um hvað við ættum að gera og bentum á fiska sem við höfðum áhuga á og spurðum hvort það myndi ganga upp. Sölumaðurinn sagði já og amen við flestu og við enduðum á því að kaupa tvær stórar síkliður (sölumaðurinn sagði að við gætum jafnvel haft 2 slíka til viðbótar).
Fórum heim, lásum síðan betur til um þessa fiska og þeir voru hreinlega alls ekki gerðir fyrir búrið - þyrftu 300-400 lítra búr hið minnsta! Enda kom það í ljós að þetta myndi aldrei ganga upp, fiskarnir virtust stressaðir (sá stærsti synti stanslaust upp og niður eftir hliðinni á búrinu og hinir voru lengst af hver í sínu horni og létu lítið sjá sig). Við höfðum notabene slatta af hellum í búrinu.
Síðan gerðist það daginn eftir að ég var að horfa á búrið og sá aftöku í beinni - stærsti fiskurinn réðst á einn convictinn og skildi hann eftir örkumlaðan og hann dó örstuttu síðar. Ryksugan hlaut sömu örlög, þó ég hafi ekki séð það gerast. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, við fórum og skiluðum öllum fiskunum og sátum eftir með tómt búr.
Við höfðum án fiska í u.þ.b. viku en með dæluna í gangi. Keyptum svo nýja fiska og vildum vera fullviss um að allt myndi passa saman. Spurðum því margra spurninga og vorum lengi í búðinni. Enduðum á því að kaupa: 1xryksuga (ancestra), 2xcherry barb (ætlum að bæta við fleiri eftir að hafa séð að þeir vilja vera fleiri í torfu), 2x sverðdraga (kall og kerlu) og 2x golden dwarf chiclid.
Settum fiskana í búrið og skiptum um hluta af vatninu. Það gekk vel að hafa þessa blöndu í nokkra daga...þangað til við fundum einn sverðdragann dauðan og hinir fiskarnir að gæða sér á honum.
Við höfum skipt reglulega um vatn og tekið regluleg vatnstest og það hefur allt verið undir hættumörkum skv. merkingunum á testinu (er ekki með tölurnar á mér núna, en pósta því sem ég hafði skrifað niður).
Hvað er eiginlega í gangi og hvað getum við gert til að þetta fari að ganga upp hjá okkur? Trúi varla að þessi fiskablanda sé banvæn m.v. það sem ég hef lesið.
Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Last edited by hundur on 26 Jan 2015, 20:05, edited 1 time in total.
Re: Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Hér koma gildin frá því núna:
ph 8.5 (Acceptable)
kh 10.0 (180 ppm)
gh 8.4 (150 ppm)
nitrite 0 (safe)
nitrate 20
ph 8.5 (Acceptable)
kh 10.0 (180 ppm)
gh 8.4 (150 ppm)
nitrite 0 (safe)
nitrate 20
Re: Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Þetta ætti nú að ganga allt saman. pH er svolítið í hærri kantinum og það vantar mælingar á Ammóníu til að útiloka að búrið sé að cycla...
Hvað skiptirðu um mikið vatn þegar þú gerir það, og hvað oft? Er dælan sæmilega hrein? Það þarf að þrífa aquaball dælurnar á 1-3 vikna fresti.
Hvað skiptirðu um mikið vatn þegar þú gerir það, og hvað oft? Er dælan sæmilega hrein? Það þarf að þrífa aquaball dælurnar á 1-3 vikna fresti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Frá því ég fékk búrið hef ég skipt 3 sinnum um vatn (20-30% í hvert skipti).
Ég veit að það er hægt að skipta of sjaldan um vatn, en er hægt að skipta of oft um vatn?
Hef ekki þrifið dæluna frá því ég fékk búrið, skoða það mál og ammoníuna á eftir.
Ég veit að það er hægt að skipta of sjaldan um vatn, en er hægt að skipta of oft um vatn?
Hef ekki þrifið dæluna frá því ég fékk búrið, skoða það mál og ammoníuna á eftir.
Re: Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Búinn að mæla ammoníuna. Hún er engin skv. prófinu.
Re: Miklir byrjendaörðugleikar - dauði og djöfull
Það er í raun ekki hægt að skipta um of mikið - Ef maður er í einhverjum vandræðum þá getur t.d. verið gott að skipta um ~80%. Ef Það er passlegt magn af fiskum í búrinu þá dugar að skipta um ~30% á 1-2 vikna fresti.
Það væri ekki galið að skipta um 80% núna, setja 100-200gr af salti (gróft salt, án viðbætts joðs) og sjá hvernig málin þróast á næstu dögum. Samkvæmt því sem þú segir þá á þetta allt að vera í góðu lagi, en það er kannski einhver mini cycle í gangi sem veldur þessum vandræðum.
Það væri ekki galið að skipta um 80% núna, setja 100-200gr af salti (gróft salt, án viðbætts joðs) og sjá hvernig málin þróast á næstu dögum. Samkvæmt því sem þú segir þá á þetta allt að vera í góðu lagi, en það er kannski einhver mini cycle í gangi sem veldur þessum vandræðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net