Málin á búrinu eru: 121 x 42 * 54, sem gerir rúma 270L, en vatnið fer upp að 240L mörkum.
Það sem fylgjir búrinu er hefðbundið, m.a. fæða, háfur, hitari, 3 stórar rætur, fiskar, sandur o.þ.h.
Með búrinu kemur Tetratech ex1200 dæla, þar sem ég er nýbúinn að kaupa nýja þéttihringi, slöngur og uppfærðan smellubúnað.
Lokið lét ég smíða fyrir mig, það er með flottri lúgu, hvítum perum (108W T5).
Einnig fylgjir með skápur undir búrið sem er í sæmilegu standi, en örlitlar rakaskemmdir má finna á einu horninu, eftir vatnsskipti sem fóru úr böndunum.
Satt að segja er ég ekki með fjölda fiska á hreinu, en það eru á milli 20-30 stykki, þar má nefna 3 trúðabótíur, kardinál tetrur, neon tetrur, keilubletta barba, 2 dension barba, 4 bicolor sharks og mun meira.
Ég vill helst ekki fá minna en 55.000 kr fyrir pakkann.
Fyrir frekari upplýsingar sendið mér skilaboð. Einnig er hægt að ná í mig í síma 771-5956.
240 lítra fiskabúr til sölu - Selt
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli