Vöxturinn á plöntunum er farinn á fullt, en ég er enn að stilla mig af með næringargjöf, CO2 og vatnsskipti til að reyna að hafa stjórn á þörungi. Fyrst lenti ég í hressilegum grænum hárþörungavexti, fékk mér þá 3x SAE sem voru fljótir að vinna á því. Nú er brúnþörungur aðeins farinn að hrella mig, en hann minnkar vonandi fljótlega.
Nokkrar myndir frá því að ég byrjaði með búrið. Meiri upplýsingar um búrið fyrir neðan myndirnar

2014-04-11 Setti plöntur í búrið

2014-04-14

2014-04-22 Ágætis vöxtur og lítið af þörung so far

2014-05-15 Farið að hægja verulega á vexti vegna skorts á næringu og þörungar að taka yfir

2014-05-18

2014-05-20 Bætti 3x SAE í búrið sem slátruðu þörung frekar fljótt. Byrjaði að gefa næringu.

2014-05-27 Næring farin að kicka vel inn, en brúnþörungur að detta inn líka

2014-06-02 Góður vöxtur, kominn tími á snyrtingu, sérstaklega á HC. Brúnþörungur þó aðeins að láta fara vel um sig og anubias frekar ljótar vegna þörungs á blöðunum.

Íbúar:
2x Opal Borelli pör
3x SAE (þörungacontrol)
2x Otocinclus
Grænmeti:
Mayaca Vandellii
Cryptocoryne Möllmanii
Echinodorus Tenellus
Hemianthus Callitrichoides (HC)
Ýmiskonar þörungar
Botn:
Coop kattarsandur úr nettó
Búnaður
Lýsing: 15x 3w Cree XR-E ~6000k LED díóður sem ég festi á 4x4 U álprófíla sem mynda lok
Lítil tunnudæla af eBay
CO2 kútur með tilheyrandi
Næring:
Plantex, fosföt, nítrat eftir Estimative Index 2-3x á viku
Vatnsskipti:
Helst amk 20% á viku. Stundum meira, stundum minna.
Búrið er langt frá því að vera orðið eins og ég vil hafa það, en mér liggur ekkert á og er frekar rólegur yfir þessu ennþá. Hefði líklega verið mun lengra komið ef ég hefði byrjað að gefa næringu frá byrjun. En fyrst plönturnar tórðu næringarleysið þá er ég bara sáttur.