Er þetta loftdæla?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ellie
Posts: 2
Joined: 12 Apr 2015, 19:34

Er þetta loftdæla?

Post by ellie »

Hæhæ,
Áður en þið skammið mig þá er ég bara með einn gullfisk með slæðu og hann var í kúlu, því ég átti hann til og ætli dóttir mín bjargaði honum úr kúlunni með því að smalla henni á gólfið, ég náði að bjarga fisknum og barnið fékk litla skrámu og ég er með nokkrar skrámur eftir þrifin en svo fékk ég lítið fiskabúr, aðeins yfir 15L, með hitara og held þetta sé loftdæla. Þar sem ég hef aldrei verið með fiskabúr með svon apparati þá er ég með pælingu hvort hitarinn og loftdælan eigi alltaf að vera í gangi? Sýnist hitarinn vera alveg lágt stilltur svo ég er ekki að sjóða fiskinn og hann svamlar alveg og vatnið ekki heitt en þegar ég kveiki á hinu fer vatnið svo mikið af stað og ég er með það stillt á það lægsta að gullfiskurinn á erfitt með að synda eða þarf alltaf að berjast við strauminn. Þannig ég kem hingað að leita ráða.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Er þetta loftdæla?

Post by Andri Pogo »

Myndi bara sleppa hitaranum, stofuhiti er fínn fyrir gullfiskinn.
Hitt er líklega hreinsidæla/straumdæla ef vatnið fer svona af stað, líklega of kraftmikil fyrir þetta búr.
Spurning um að selja hana og skipta yfir í minni hreinsidælu ef það er málið.
-Andri
695-4495

Image
ellie
Posts: 2
Joined: 12 Apr 2015, 19:34

Re: Er þetta loftdæla?

Post by ellie »

Takk fyrir þetta.
Með smá gúgli sá ég að þetta var recirculation pump frá Sicce en þetta er minnsta tegundin frá þeim.
Er sniðugt að vera með þetta apparat?
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: Er þetta loftdæla?

Post by nesquick »

alltaf sniðugt að vera með einhverja loftun eða hreinsun
Post Reply